Ragnar, Sólveig og Vilhjálmur hætt við framboð

Verkalýðsmál 11. okt 2022

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hætti við framboð til forseta Alþýðusambandsins áðan og við það drógu Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akranes sín framboð til baka einnig. Eflingarfélagar og verslunarmanna gengu út af þinginu áður en kom til frestunar og tóku borðfána sína með.

Þau þrjú drógu líka öll framboð sitt til miðstjórnar ASÍ til baka og sömuleiðis Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur.

Að óbreyttu yrðu þá Ólöf Helgu Adolfsdóttir, ritara stjórnar Eflingar, sjálfkjörin sem forseti ASÍ og myndaði forsetateimið með Trausta Jörundssyni formanni Sjó­manna­fé­lags Eyja­fjarðar og Gun­degu Jaun­lin­ina, varaformanni Hlífar í Hafnarfirði en kosið yrði aðeins á milli Phoen­ix Jessicu Ramos, fyrr­ver­andi vinnustaðaeft­ir­lits­full­trúi Efl­ing­ar og Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar, formanni Rafiðnaðarsambandsins, um hvort yrði fyrsti varaforseti.

Þetta þykir hins vegar ólíkleg niðurstaða enda kannski ekki sú forysta sem sambandi myndi velja sér undir eðlilegum kringumstæðum. Því er talið líkasta að þinginu verði frestað þar til tekst að greiða úr flækjunni.

Mikil átök hafa verið á þinginu en sagt er Facebook-færsla Halldóru S. Sveinsdóttur formanns Bárunnar á Selfossi hafi hleypt illu blóði í Ragnar Þór og félaga.

„Nú erum við hér saman komin á 45 þingi ASI. Um 300 fulltrúar 130 þúsund launafólks um allt land. Við tilheyrum stærstu launþegahreyfingu á Ísland og megum vera stolt af,“ byrjar Halldóra færsluna en skiptir svo um gír: „Við erum samt hér í skugga þess að forsetinn Drífa Snædal sem kosin var á síðasti þingi hrökklaðist úr embætti vegna þeirra fordæmalausu ofbeldismenningar sem hefur grafið um sig í hreyfingunni. Um leið og Ragnar, Sólveig og Vilhjálmurr tala um að við komum sterk út úr þinginu komist þau að eiga að hefjast hreinsanir í ASÍ, hvað þýðir það önnur hópuppsögn starfsmanna verkalýðshreyfingarinnar? Þegar hefur verið vegið að starfsmönnum ASÍ og trúverðugleiki þeirra dregin í efa á mjög ósmekklegan hátt. Starfsfólk ASÍ er góður og faglegur hópur sem þjónustar félögin út um all land og er ómetanlegt fyrir félögin að leita til. Almennt samanstendur hreyfingin af heiðarlegu og góðu fólki sem fordæmir það ofbeldi sem átt hefur sér stað. Fólk sem er tilbúið til forystu, fólk sem ber virðingu fyrir lýðræði, ber virðingu fyrir stórum og litlum stéttarfélögum, fólk sem hafnar aðförum að starfsmönnum og telur ASÍ það dýrmætasta sem við eigum. Kjósum það fólk til forystu á morgunn,“ endar Halldóra færsluna.

Í samtali við fjölmiðla eftir að þinginu var frestað til morguns sagðist Ólöf Helga hissa á atburðum, sagðist hafa komið á þingið til að vinna málefnavinnu og skyldi ekki alveg hvað hafi orðið til þess að framboðinu voru dregin til baka.

Fréttin verður uppfærð.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí