„Ég var og er líka stuðningsmaður SALEK, sem þetta fólk skilur ekki og hefur gert að einu allsherjar skammaryrði og upplýsir bara um takmarkaðan skilning þeirra á samfélaginu,“ skrifar Signý Jóhannesdóttir formaður í Stéttarfélagi Vesturlands í grein á Vísi, grein sem er ræða sem hún ætlaði að flytja á þingi Alþýðusambandsins sem var frestað.
Þetta fólk sem Signý fjallar um eru Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og stuðningsfólk þess. Grein Signýjar er nokkur lestur um hversu röng stefna þess fólks em sú stefna sem Gylfi Arnbjörnsson rak sem forseti ASÍ rétt, en Signý var um tíma varaforseti Gylfa.
„Nýja forystan, telur að lýðræðið felist í því að meirihlutinn kúgi minnihlutann,“ skrifar Signý. „Skoðanir þeirra særstu séu alltaf réttar og engu máli skipti þær skoðanir, sem koma frá öðrum af því að þeirra félög séu svo lítil, smælingjunum megi bara bjóðast að vera sammála stórveldunum, eigi að klappa fyrir foringjunum og falla svo fram og tilbiðja þá. Þannig umhverfi er í mínum huga ekki eftirsóknarvert og endar bara illa. Skynsemi á ekkert skylt við stærð aðildarfélaganna.“
Í greininn, eða ræðunni, lýsir Signý því yfir að hún hafi engan áhuga á að starfa með því fólki sem bauð sig fram til forystu á þingi ASÍ.
Myndin er af Signýju og Gylfa Arnbjörnssyni þegar hún var kjörin varaforseti ASÍ 2010.
Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga