Tvöfalt fleiri starfsmenn á Karólínska en á Landspítalanum

Heilbrigðismál 20. okt 2022

Á Karólínska sjúkrahúsinu eru tvöfalt fleiri starfsmenn á hvert legurými samanborið við Landspítalann. Af þessum starfsmönnum, er hlutfall starfsmanna úr röð stærstu heilbrigðisstétta, lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða, 68% á Karólínska sjúkrahúsinu á meðan það er aðeins 53% á Landspítalanum, skrifar Theódór Skúli Sigurðsson formaður Félags sjúkrahúslækna í nýrri grein.

Þar ber hann saman Karólínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi saman við Landspítalann.

„Árið 2020 fjárfestu Svíar mest allra Norðurlandaþjóða af vergri þjóðarframleiðslu í heilbrigðismál, 11.4% á meðan Ísland rak lestina með rúmlega 8.3% í sama málaflokki,“ skrifar Theódór Skúli. „Samtímis varð undraverður viðsnúningi á rekstri þjóðarsjúkrahúss Svía, Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, eftir margra ára hallarekstur. Það er því ekki úr vegi að við spyrjum okkur hvort Íslendingar geti lært af reynslu Svía við forgangsröðun í heilbrigðismálum?“

„Í kjölfar mikilla sparnaðaraðgerða sem fólu í sér umtalsverða fækkun starfsmanna og lokun bráðamóttöku sjúkrahússins var rekstrarkostnaður Karólínska sjúkrahússins fyrir árið 2021 tæplega 330 milljarðar á meðan rekstrarkostnaður Landspítalans var 94 milljarðar,“ skrifar Theódór Skúli. „Starfsmenn Karólínska sjúkrahúsins voru á sama tíma 15200 en tæplega 4700 á Landspítalanum og legurými Karólínska sjúkrahúsins 1080 en 650 á Landspítalanum.

Séu fyrrnefndar upplýsingar notaðar til að áætla kostnað á hvern starfsmann, var hver starfsmaður tæplega 9% dýrari og hvert legurými rúmlega 111% dýrara á Karólínska sjúkrahúsinu en á Landspítalanum. Ætti hver starfsmaður og hvert legurými að kosta jafnmikið á Íslandi og í Svíþjóð, þyrfti að auka fjárframlög til Landspítalans um 8.5 milljarða á ári með hliðsjón af kostnaði á hvern starfsmann en 104 milljarða á ári fyrir legurýmin,“ segir Theódór Skúli.

Hann ber síðan saman stjórnunarkostnað spítalana og sýnir fram á að hann sé 6% á Landspítalanum á meðan hann er 9% á Karólínska. Fullyrðingar Björns Zöega sem stýrt hefur báðum spítölum fær því ekki staðist, um að yfirbyggingin sé að sliga Landspítalann og þar megi fækka mikið fólki. En Theódór Skúli leggur mesta áherslu á að á bak við hvern sjúkling á Karólínska séu miklu fleiri starfsmenn, læknar hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar.

Og ástæðan sé fyrst og fremst sú að sænsk stjórnvöld fjármagna sinn spítala.

„Fjárfesting Svía í Karólínska sjúkrahúsið, hefur skilað þeim árangri að sjúkrahúsið trónir nú ofarlega á listum yfir fremstu sjúkrahús í heimi,“ skrifar Theódór Skúli. „Slík velgengni er ekki ókeypis og ljóst að þrátt fyrir mikla hagræðingu á Karólínska sjúkrahúsinu seinustu ár, kostar ennþá mun meira að reka Karólínska sjúkrahúsið á ársgrundvelli en Landspítalann.“

Og þá kemur að fjárlögunum fyrir 2023. Þar segir Theódór Skúli að séu lítil fyrirheit um mikla uppbyggingu innan íslenska heilbrigðiskerfisins.

„Þótt mögulega séu tækifæri til hagræðingar í opinberri starfsemi, er ljóst að ekki verður gengið lengra í sparnaði inná heilbrigðisstofnunum landsins, nema draga verulega úr þjónustu,“ segir Theódór Skúli. „Öllum ætti að vera ljóst, að aukin fjárframlög í heilbrigðismál er fjárfesting til framtíðar, með raunsparnaði fyrir samfélagið til lengri tíma litið. Lærdómur íslenskra stjórnvalda, í ljósi ofannefnds samanburðar við Svíþjóð, ætti að vera að verja auknu hlutfalli af vergri þjóðarframleiðslu í heilbrigðismál. Nýr formaður stjórnar Landspítalans, sem einnig er forstjóri Karólínska sjúkrahússins, ætti helst að beina kröftum sínum að Bjarna Benediktsyni fjármálaráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, til að tryggja frekara fjármagn til reksturs og uppbyggingar þjóðarsjúkrahúss Íslendinga.“

Lesa má grein Theódórs Skúla hér: Karólínska undrið í samanburði við íslenskan raunveruleika í heilbrigðismálum.

Samstöðin er gjaldfrjáls vettvangur. Ef þér líkar efnið getur þú eflt Samstöðina með því að gerast félagi í Alþýðufélaginu og þá einskonar áskrifandi. Það kostar aðeins 1.250 kr. á mánuði, en þú mátt borga meira., Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí