Vilja kljúfa sig frá Eflingu

Verkalýðsmál 29. okt 2022

Hópur hafnarverkamanna undir forystu Aðalsteins Björnssonar, fyrrum trúnaðarmanns, kanna nú möguleika á að stofna nýtt félag í samvinnu við Jónas Garðarsson, starfsmann Alþjóða flutningamannasambandsins og fyrrum formann Sjómannafélags Íslands.

Þeir stóðu fyrir kynningarfundi í Þjóðminjasafninu fyrr í dag. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem rætt er um stofnun félags hafnarverkamanna en hingað til hefur ekki orðið af þeim.

Nú hefur verið búin til vefsíða og fundið nafn: Félags Hafnarverkamanna á Íslandi.

Eftir að Jónas Garðarsson sagði af sér formaður Sjómannafélagsins í kjölfar fangelsisdóms hefur hann verið starfsmaður Alþjóða flutningamannasambandsins. Hann fór á sínum tíma með Sjómannafélagið út úr ASÍ og hefur á margan hátt rekið sína eigin verkalýðspólitík. Bakbein Sjómannafélagsins eru farmenn, það sem eftir er af þeim. Mörg íslensk skip eru rekin undir hentifánum og sum eru með erlendar áhafnir sem borgað er ekki eftir íslenskum kjarasamningum.

Víða um heim eru hafnarverkamenn og farmenn í sama félaginu og reyndar vörubílstjórar einnig og starfsfólk sem tengist flutningastarfsemi.

Hafnarverkamenn voru hvattir á fundinum til að fylgja Aðalsteini og Jónasi í komandi kjaraviðræðum í stað Eflingu. Aðalsteinn hefur verið meðal háværra andstæðinga Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar.

Þegar Heiðveig María Einarsdóttir bauð sig fram til formanns Sjómannafélagsins fyrir þremur árum ráku Jónas og félagar hans hana úr Sjómannafélaginu og réðust að henni í ræðu og riti. Sökuðu hana meðal annars um að standa fyrir einskonar kommúnískri byltingu.

Það var því þung undiralda á þessum fundi, bæði frá átökum innan Eflingar en einnig frá hægri sinnaðasta armi íslenskrar verkalýðshreyfingar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí