Elon Musk bannar vinstrisinnaða á Twitter

Á sama tíma og Elon Musk hefur hleypt fjölda hægrimanna aftur á Twitter hefur miðilinn bannað fjölda vinstrisinnaðra reikninga og einstaklinga. Þetta er að gerast þvert á stórkarlalegar yfirlýsingar Musks um að hann standi í baráttu fyrir málfrelsi sem sé bókstaflega barátta fyrir framtíð alls mannkyns. „Ef málfrelsi glatast í Ameríku er harðstjórn það sem er framundan“, sagði Musk á Twitter í vikunni.

Það vekur því furðu margra að Twitter skuli halda áfram að banna fjölda vinstrimanna síðustu daga. Ein slík frásögn er af CrimethInc Ex-Workers’ Collective, anarkista hópi sem gefur út bækur og þætti um ýmisskonar vinstrisinnuð málefni. Í yfirlýsingu sem birt var síðastliðinn föstudag lýsti hópurinn því hvernig hann var bannaður eftir fjórtán ár án allra viðvarana.

Blaðamaðurinn Steven Monacelli hefur skjalfest bann nokkurra reikninga undanfarna daga. Þar á meðal er Elm Fork John Brown Gun Club (EFJBGC), vinstrisinnaður hópur sem fer á viðburði hinsegin fólks þar sem öfga-hægri hópar hafa boðað komu sína á, þar á meðal sumir vopnaðir; Vishal Singh, vinstrisinnaður blaðamaður með aðsetur í Kaliforníu sem fjallar um ysta hægrið og löggæslu; og Chad Loder, netöryggissérfræðingur frá Los Angeles sem notaði Twitter-reikning sinn til að afhjúpa og skrásetja starfsemi hægri öfgamanna. Allt þetta kom örfáum dögum eftir að Musk hélt því fram að það væri „augljóst“ að það væri ekki „eitt varanlegt bann í gildi gegn reikningurinn sem eru lengst til vinstri og spúa út bókstaflegum lygum“.

Á sama tíma hefur Twitter opnað fyrir reikninga fjölda öfgahægrimanna eins og Andrew Tate, Marjorie Taylor Greene og auðvitað Donald Trump. En líka reikninga þekktra hægrimanna eins og Jordan Peterson. Málfrelsi Elon Musk virðist af þessu aðeins gilda í eina átt. Málfrelsi fyrir hægrið en ekki vinstrið. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí