Þetta er ekki barnabókin Hvar er Valli? heldur raunveruleg glæpasaga af sviði stjórnmála samtímans: Hvar er Navalny? Þessi maður sem Pútín skilgreinir sem einn sinn helsta óvin og krafðist þess að hann yrði lokaður inni í 19 ár er nú horfinn úr fangelsinu sem hann var í og ekkert til hans spurst.
Þórhildur Sunnar Ævarsdóttir, aðalfulltrúi pólitískra fanga á Evrópuráðsþinginu, skorar á rússnesk yfirvöld að upplýsa heimsbyggðina um afdrif Navanly en hún skorar einnig á aðildarríki Evrópuráðsþingsins og á alþjóðasamfélagið að þrýsta á rússnesk stjórnvöld að láta lausa pólitíska fanga, sem oft er talað um sem samviskufanga. Amnesty International og fleiri mannréttindasamtök berjast fyrir skilyrðislausri frelsun fanganna enda er varðhald þeirra brot á grundvallarmannréttindum okkar.
Hér má lesa yfirlýsingu Þórhildar Sunnu um Navalny í heild sinni.
Meðfylgjandi er mynd af öðrum samviskufanga í Rússlandi, ljóðskáldinu Osip Mandelstam,
Osips Mandelstam sem var dæmdur í fangelsi og síðan í útlegð fyrir gagnrýnið ljóð um Stalín. Í útlegðinni skrifaði hann þetta eftirminnilega ljóð sem birtist í bókinni Úr ríki samviskunnar sem var gefin út á afmæli mannréttindasamtaka Amnesty International í þýðingu Sigurðar A. Magnússonar:
Með því að taka frá mér úthöfin, allt svigrúm og flug,
og láta il mína nema við ógnvæna jörð,
hverju fenguð þið áorkað? Snjöll fyrirhyggja!