Hvað varð um andófsmanninn?

Þetta er ekki barnabókin Hvar er Valli? heldur raunveruleg glæpasaga af sviði stjórnmála samtímans: Hvar er Navalny? Þessi maður sem Pútín skilgreinir sem einn sinn helsta óvin og krafðist þess að hann yrði lokaður inni í 19 ár er nú horfinn úr fangelsinu sem hann var í og ekkert til hans spurst.

Þórhildur Sunnar Ævarsdóttir, aðalfulltrúi pólitískra fanga á Evrópuráðsþinginu, skorar á rússnesk yfirvöld að upplýsa heimsbyggðina um afdrif Navanly en hún skorar einnig á aðildarríki Evrópuráðsþingsins og á alþjóðasamfélagið að þrýsta á rússnesk stjórnvöld að láta lausa pólitíska fanga, sem oft er talað um sem samviskufanga. Amnesty International og fleiri mannréttindasamtök berjast fyrir skilyrðislausri frelsun fanganna enda er varðhald þeirra brot á grundvallarmannréttindum okkar.

Hér má lesa yfirlýsingu Þórhildar Sunnu um Navalny í heild sinni.

Meðfylgjandi er mynd af öðrum samviskufanga í Rússlandi, ljóðskáldinu Osip Mandelstam,

Osips Mandelstam sem var dæmdur í fangelsi og síðan í útlegð fyrir gagnrýnið ljóð um Stalín. Í útlegðinni skrifaði hann þetta eftirminnilega ljóð sem birtist í bókinni Úr ríki samviskunnar sem var gefin út á afmæli mannréttindasamtaka Amnesty International í þýðingu Sigurðar A. Magnússonar:

Með því að taka frá mér úthöfin, allt svigrúm og flug,

og láta il mína nema við ógnvæna jörð,

hverju fenguð þið áorkað? Snjöll fyrirhyggja!

Þið gátuð ekki tekið frá mér varirnar sem enn bærast.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí