Íslendingur fékk val á milli þess að sýna lögreglunni allt eða fangelsisvist í nafni hryðjuverkalaga

„Ég veit um einn Íslending sem lenti í þessari kvörn, að vera tekinn á grundvelli hryðjuverkalaga afsíðis við landganginn á flugvelli í London og þvingaður til að láta af hendi öll tæki sín og tól, þvingaður til að gefa upp lykilorð að þessum græjum ella ætti viðkomandi yfir höfði sér fangelsi. Viðkomandi vildi ekki að þetta kæmi fram, þannig að hræðslan og óttastjórnunin gagnvart þeim sem fara út fyrir ramma hins „löglega og leyfða“ er til staðar í þessum löndum í kringum okkur.“

Þetta segir Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, í viðtali við Rauða borðið. Kristinn segir að það nýja og uggvænlega þróun í ýmsum Vestrænum löndum að takmarka tjáningarfrelsi með svipuðum aðferðum og þeim sem þessi ónefndi íslenski maður varð fyrir í London. Þetta sé réttlætt með því að vísa í nýjasta stríðið hverju sinni: Stríðið gegn COVID, Stríðið gegn hryðjuverkum, Stríðið í Úkraínu og svo mætti lengi telja.

„Sannleikurinn er orðinn óvinur, ef hann er ekki hinn hentugi sannleikur. Það verður að búa til hinn hentuga veruleika, og veruleikatúlkun,“ segir Kristinn.

Viðtalið við hann má sjá og heyra í heild sinni hér fyrir neðan.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí