Fáir hlynntir frumvarpi Jón Gunnarssonar um útlendinga

Fáir lýsa sig fylgjandi frumvarpi Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytt útlendingalög, aðeins 23%, í könnun Maskínu. 32% segjast vera andvíg frumvarpinu. Sem merkir að 45% segjast hvorki styðja frumvarpið né vera á móti því.

Þegar skoðað er hvernig afstaða einstaka hópa er kemur í ljós að meðal karla er hópar fylgjenda og þeirra sem eru andvígir nánast jafnir, þeir andvígu sjónarmun fleiri. En andstaðan er afgerandi meðal kvenna, 31% á móti en aðeins 14% með.

Þau sem eru yngst er frekar andvíg, 29% á móti en 9% sem eru fylgjandi. Og þau sem eru andvíg eru fleiri í öllum aldurshópum þar til kemur að fólki 67 ára og eldra. Þar segjast 41% vera fylgjandi frumvarpinu en 33% vera andvíg.

Andstæðingar eru fleiri í öllum tekjuhópum og meðal þeirra sem eru með framhaldsskóla- eða háskólapróf. Fylgjendur eru aðeins fleiri meðal þeirra sem eru með grunnskólapróf. Og andstæðingarnir eru fleiri á öllum landsvæðum nema í Suðurkjördæmi og í Kraganum.

En mesti munurinn er eftir stjórnmálaskoðunum. Fylgjendur frumvarpsins eru mun fleiri meðal Sjálfstæðis- og Miðflokksmanna, fleiri meðal kjósenda Flokks fólksins og nokkuð meðal Framsóknarmanna.

Og munurinn er afgerandi hjá tveimur fyrrnefndu flokkunum. Meðal Sjálfstæðismanna eru 46% fylgjandi en bara 5% andvíg. Meðal Miðflokksmanna 43% á móti 10%. Á meðal fylgjenda Flokks fólksins er munurinn minni, 28% á móti 7%. Og meðal Framsóknarmanna 27% á móti 22%.

Það eru því fyrst og fremst fylgjendur Sjálfstæðisflokks og Miðflokks sem eru að knýja á um breytingar á útlendingalögum.

Og þessi skipting milli afstöðu flokkanna sýnir að útlendingamál eru líklega þau mál sem helst marka stjórnmálaumhverfið. Frumvarpið svara kröfum fólks sem styður Sjálfstæðisflokk eða Miðflokk, fólk sem er eldra og er líklegra að búa í Kraganum eða á Suðurlandi.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí