Fangaverðir mótmæla fyrirhuguðum niðurskurði

Verkalýðsmál 24. nóv 2022

Fangavarðarfélag íslands sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis að mótmæla fyrirhuguðum niðurskurði Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra, til málaflokks fangelsa í landinu. Þá er því mótmælt harðlega að ráðherrann hafi slíkar hugmyndir í ljósi þess hve miklu álagi fangaverðir eru í störfum sínum í fangelsum landsins.

Í yfirlýsing Fangavarðafélagsins segir m.a.: Fangavarðarfélag íslands mótmælir harðlega þeim niðurskurðarhugmyndum sem koma fram á minnisblaði dómsmálaráðherra, dagsett 22. nóvember 2022 til fjárlaganefndar Alþingis.

Í stöðu álags á fangaverði í fangelsum landsins í dag, eru slíkar hugmyndir ekki til að létta á áhyggjum fangavarða af stöðunni. Að hafa áhyggjur af verkefnum dagsins er nóg, þó ekki þurfi einnig að hafa áhyggjur af starfsöryggi sínu vegna mögulegra uppsagna á aðventunni.

FVFÍ skorar á Fangelsismálastjóra, dómsmálaráðherra og Alþingi að tryggja strax, bæði starfsöryggi fangavarða, og öryggi í fangelsum landsins.

Lesa má viðtal við Victor Gunnarsson frá því í byrjun október þar sem hann sagði frá því mikla álagi sem fangaverðir eru í störfum sín. Auk þess frá samskiptum sínum við stjórnvöld til að vekja athygli yfirvalda á málefnum fangavarða. Hægt er að lesa viðtalið við Victor hér.

Frétt af vef Sameykis. Lesa yfirlýsingu FVFÍ hér.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí