Fangaverðir mótmæla fyrirhuguðum niðurskurði

Verkalýðsmál 24. nóv 2022

Fangavarðarfélag íslands sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis að mótmæla fyrirhuguðum niðurskurði Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra, til málaflokks fangelsa í landinu. Þá er því mótmælt harðlega að ráðherrann hafi slíkar hugmyndir í ljósi þess hve miklu álagi fangaverðir eru í störfum sínum í fangelsum landsins.

Í yfirlýsing Fangavarðafélagsins segir m.a.: Fangavarðarfélag íslands mótmælir harðlega þeim niðurskurðarhugmyndum sem koma fram á minnisblaði dómsmálaráðherra, dagsett 22. nóvember 2022 til fjárlaganefndar Alþingis.

Í stöðu álags á fangaverði í fangelsum landsins í dag, eru slíkar hugmyndir ekki til að létta á áhyggjum fangavarða af stöðunni. Að hafa áhyggjur af verkefnum dagsins er nóg, þó ekki þurfi einnig að hafa áhyggjur af starfsöryggi sínu vegna mögulegra uppsagna á aðventunni.

FVFÍ skorar á Fangelsismálastjóra, dómsmálaráðherra og Alþingi að tryggja strax, bæði starfsöryggi fangavarða, og öryggi í fangelsum landsins.

Lesa má viðtal við Victor Gunnarsson frá því í byrjun október þar sem hann sagði frá því mikla álagi sem fangaverðir eru í störfum sín. Auk þess frá samskiptum sínum við stjórnvöld til að vekja athygli yfirvalda á málefnum fangavarða. Hægt er að lesa viðtalið við Victor hér.

Frétt af vef Sameykis. Lesa yfirlýsingu FVFÍ hér.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí