Fjármálastjóri Play er í stjórn Birtu sem dælir fé inn í Play

Þóra Eggertsdóttir framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play situr í stjórn Birtu lífeyrissjóðs, sem er einn af stærstu hluthöfum Play og meðal þeirra sem hafa fallist á að leggja enn meira fé til félagsins í kjölfar uppgjörs sem var langt undir væntingum. Birta sker sig frá öðrum lífeyrissjóðum sem flestir hafa keypt lítið eða ekkert í Play.

Þóra var yfir innanlandsflugu Icelandair þegar hún var skipuð í stjórn Birtu lífeyrissjóðs, sem einn fulltrúa fyrirtækjaeigenda. Birta tók ákvörðun um vorið 2021 að leggja um milljarð króna inn í Play, þegar félagið leitaði fyrst eftir hlutafé. Aðrir lífeyrissjóðir fóru mun varlegar gagnvart þessu félagi, sem þá hafði enga starfsemi.

Aðeins Lífsverk, fyrrum Lífeyrissjóður verkfræðinga sem þekktur er af djörfum fjárfestingum, komst auk Birtu á listi yfir stærstu hluthafana. Lífsverk átti 4,3% af hlutafénu en Birta 8,5%. Aðrir lífeyrissjóður áttu minna en 1,2%.

Hlutafjárútboðið var um miðjan apríl en snemma í maí réð Þóra Eggertsdóttur sig yfir til Play og rók starfi sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs. Hún situr enn í stjórn Birtu, sem ákvað fyrir skömmu að auka enn við hlutafé sitt í Play eftir að ljóst var að reksturinn gekk ekki sem skyldi og nauðsynlegt var að sækja meira fé til að halda starfseminni gangandi.

Ákvörðun á borð við það að leggja á annan milljarð í fyrirtæki í startholunum hlýtur að koma til meðferðar í stjórn lífeyrissjóðs, sem ber að fara gætilega með lífssparnað sjóðsfélaga. Play er að reyna að koma undir sig fótunum á sama markaði og WOW, Iceland Express og Arnarflug hefur áður fatast flugið á. Auk þess hefur Play staðið fyrir stofnun svokallaðs guls verkalýðsfélags til að ná niður launakjörum starfsfólks. Það er hafði nokkuð að segja um að nokkrir lífeyrissjóðir litu ekki við félaginu.

Þóra sagði starfi sínu hjá Play lausu í byrjun síðasta mánaðar en starfar þar enn. „Þóra mun sinna stöðu framkvæmdastjóra fjármálasviðs þar til eftirmaður hennar tekur við en tilkynningar þess efnis er að vænta bráðlega,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí