Fyrsti mótmælandinn í Íran dæmdur til dauða

Mótmælin sem hafa nú staðið yfir á annan mánuð í Íran eftir að 22 ára gömul Kúdísk kona Mahsa Amini lést í haldi siðgæðislögreglunnar eru enn ekki á undanhaldi en fyrsta dauðarefsingin hefur nú litið dagsins ljós í Teheran.

Ríkisstjórnin gaf út bænaskjal á dögunum þar sem hún krafðist hörðustu dóma yfir mótmælendum og virðast dómstólar ætla að fylgja því eftir. Í gær var fyrsti dauðadómurinn kveðinn upp en hann var yfir manni sem handtekinn var óvopnaður og var gefið að sök að hafa kveikt bál í miðborginni, ógnað friði almennings og framið glæpi gegn þjóðaröryggi landsins auk þess að fremja stríð gegn guði „moharebeh” og valda spillingu á jörðu. Þá voru fjölmargir aðrir dæmdir til fangelsisvistar en fimm þeirra voru dæmdir til fimm til tíu ára í fangelsi og einnig á þeim forsendum að hafa ógnað þjóðaröryggi.

Mótmælin sem hófust um miðjan september hafa nú staðið yfir í um tvo mánuði en nú styttist óðum í að þrjú ár séu síðan mótmælaalda reið yfir landið eftir að bensínverð þrefaldaði sig þar á einni nóttu. Þá eins og núna var lokað fyrir netsamband frá landinu í um viku á eftir.

Blóðugur föstudagur

Á sunnudaginn ferðaðist sendinefnd sem æðsti leiðtogi landsins, Ayatollah Ali Khamenei sendi til Zahedan í suðausturhluta Sistan og Baluchestan hérað til að rannsaka atburði sem áttu sér stað þar þann 30. september, s.l þar sem tugir létu lífið.

Dagurnn sem nú er þekktur sem „blóðugur föstudagur“ var dagurinn sem yfirvöld í Íran segja að „hryðjuverkamenn“ hafi skotið á lögreglustöð og fengið öryggissveitir til að bregðast við með þeim afleiðingum að að minnsta kosti 66 manns, þar á meðal börn voru skotin til bana að sögn Amnesty International, en aðrar heimildir fullyrða jafnvel enn hærri tölur dauðsfalla. Abdolhamid Ismaeelzahi, föstudagsbænaleiðtogi Súnníta í Zahedan, hefur mótmælt þeirri frásögn og sagt að ábyrgðin sé eingöngu hjá yfirvöldum og öryggissveitum en hann hefur einnig dregið þá frásögn til baka.

Takmarkalaus grimmd óeirðalögreglunnar

Lögreglan í Teheran hefur einnig sett í gang rannsókn á atviki sem náðist á myndband skömmu eftir að mótmælin hófust þar sem óeirðalögreglan sést berja liggjandi mótmælanda með kylfum og svo skjóta hann af stuttu færi. Amnesty International birt myndbandið á Twitter síðu sinni og kallaði það enn aðra áminningu um grimmd óeirðalögreglunnar í Íran og sönnun þess að hún ætti sér engin takmörk. Þá hvöttu þau Sameinuðu þjóðirnar til að hefja rannsókn.

Írönsk yfirvöld hafa ítrekað sakað Vesturlönd, sérstaklega Bandaríkin og Ísrael, um að standa á bak við óeirðirnar í landinu en einnig hafa þau kennt Kúrdahópum með aðsetur í norðurhluta Íraks um að hvetja til óeirða og Íslamska byltingarvarðliðið (IRGC) réðst á mánudag á stöður og byggingar Kúrda með flugskeytum og drónum. Yfirmaður úrvalssveita Írana sagði á sunnudag að meira en 100 liðsmanna þessara hópa hafi verið handteknir síðan í september og skotvopn og skotfæri verið gerð upptæk af þeim.

Alþjóðasamfélagið beitir þvingunarúrræðum

Bandaríkin, Evrópusambandið, Bretland og Kanada hafa öll beitt einhverskonar þvingunarúrræðum á Íran vegna mótmælanna og er Evrópusambandið að undirbúa enn fleiri úrræði.

Þýskaland og Ísland lögðu í síðustu viku fram beiðni fyrir hönd 42 ríkja um að halda sérstakan fund í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna um mótmælin í Íran.

Þá hefur Emmanuel Macron Frakklandsforseti ítrekað vísað í mótmælin í Íran sem „byltingu“ „Eitthvað fordæmalaust er að gerast,“ sagði Macron í viðtali. „Barnabörn byltingarinnar eru að framkvæma nýja byltingu.

Yfir þúsund manns hafa verið ákærðir í Teheran vegna mótmælanna og hundruðir til viðbótar í öðrum landshlutum Írans. Dauðadómurinn auk þeirra dóma sem kvaddir voru upp í gær eiga enn eftir að fara fyrir áfrýjunardómstól svo endanlegur dómur hefur ekki verið kveðinn upp.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí