Gósentíð hjá fyrirtækjum: Aldrei færri gjaldþrot

Samkvæmt Hagstofunni hafa aðeins 96 fyrirtæki orðið gjaldþrota í ár, sem voru með einhvern rekstur í fyrra. Þetta er miklu færri gjaldþrot en í fyrra og enn færri en í hittifyrra, færri en frá því að mælingar hófust. Fækkun gjaldþrota er enn eitt merkið um gósentíð í rekstri á Íslandi í aðdraganda kjarasamninga.

Reyndar vaknar sá grunur þegar tölurnar eru skoðaðar að þær sýni ekki aðeins gott árferði fyrir fyrirtækjaeigendur heldur einnig virkni þess velferðarkerfis fyrirtækja sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir hefur þróað undir stjórn Bjarna Benediktssonar og sem blómstraði undir cóvid.

Hér má sjá fjölda gjaldþrota virkra fyrirtækja frá janúar til október frá 2009 til 2022 samkvæmt Hagstofunni:

Þarna sést að gjaldþrotum fækkaði jafnt og þétt frá Hruni og fram að 2015, þegar ferðamannasprengjan var sprungin út. Þá var eins og gjaldþrotin hafi náð jafnvægi. Í einhverju sem kalla mætti náttúrulegan fjölda gjaldþrota, ef fólk vill líkja kapítalismanum við lífríkið.

Þótt gjaldþrot geti verið erfið fyrir þau sem lenda undir þeim, þá er það í sjálfu sér ekki eftirsóknarvert að öll fyrirtæki lifi. Sama hversu illa þau eru rekin, sama hversu hugmyndin að baki þeim er vitlaus, sama hversu lítil eftirspurn er eftir vöru þeirra og þjónustu og sama þótt fólk vilji ekki vinna þar fyrr þau laun sem fyrirtækin ná að borga.

Í fyrsta ári cóvid, 2020, héldust gjaldþrotin óbreytt, en fóru svo fækkandi 2021 og aftur 2022. Þar vegur þungt aukinn hagvöxtur og kaupmáttur á síðari hluta tímans en líklega þó mest víðtækar björgunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar í tengslum cóvid. Þær gengu út á að enginn fyrirtækjaeigandi mætti missa sitt fyrirtæki í þrot, sama hversu veikur grunnur var undir rekstrinum.

Eins og margir hafa bent á, bæði VR og ASÍ, voru þessar björgunaraðgerðir miklum mun stórkostlegri en það sem ríkisstjórnin rétti fólkinu sem missti vinnuna vegna cóvid, missti tekjur og lenti í fjárhagserfiðleikum. Í fréttum kom fram að tvöfalt og þrefalt fleira fólk sótti matargjafir til hjálparsamtaka vegna veikra aðgerða stjórnvalda til að mæta skyndilegu tekjufalli.

Á meðan að augljóst er að fjöldi fjölskyldna þurfti á hjálp að halda en fengu ekki, sýna tölur Hagstofunnar um fjölda gjaldþrota til að aðstoð ríkissjóðs við fyrirtækjaeigendur hafi gengið mun lengra. Og svo langt að fyrirtækjum án rekstrargrundvallar hafi verið haldið á lífi með styrk úr sameiginlegum sjóðum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí