Iceland Seafood hrynur í kauphöllinni

Kauphöllin 18. nóv 2022

Það sem af er degi hafa hlutbréf í Iceland Seafood fallið um 9,3% eftir tilkynningu um áframhaldandi erfiðleika í rekstri fyrirtækisins í Bretlandi. Við þetta hafa 1.900 m.kr. horfið af verðmæti félagsins.

Gengi bréfanna er nú 6,8 krónur á hlut en félagið var skráð á aðallista kauphallarinnar á 7,0 krónur haustið 2019. Þetta er í fyrsta sinn sem gengi bréfanna fer niður fyrir þá stöðu.

Gengi Iceland Seafood reis með öðrum bréfum í kauphöllinni í cóvid-eignabólunni sem knúð var áfram af lágum vöxtum Seðlabankans. Hæst fór það í 18,0 kr. vorið 2021. Síðan þá hefur verðmæti félagsins lækkað um 30,4 milljarða króna.

Stærstu hluthafar Iceland Seafood eru félög í eigu Bjarna Ármannssonar fyrrum bankastjóra Glitnis sem jafnframt er forstjóri, Jakobs Valgeirs Flosasonar kvótakóngs í Bolungavík, Kaupfélags Skagfirðinga og Nesfisks í Suðurnesjabæ. Þessir fjórir eru viðlíka stórir og eiga samanlagt rétt tæp 42%. Hlutdeild lífeyrissjóðanna er heldur minni í Iceland Seafood en í flestum félögum í kauphöllinni.

Stjórn félagsins hefur sett deild sína í Bretlandi í sölu og afskrifað það í bókum félagsins.

Myndin er af Bjarna Ármannssyni forstjóra og stærsta eigenda.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí