Kennarasambandið hefur áhyggjur af kennaraskorti í Reykjavík

Menntamál 7. nóv 2022

Þing Kennarasambandsins lýsti yfir áhyggjum af skorti á kennurum og mönnunarvanda í leik-og grunnskólum, sérstaklega í ljósi nýlegrar umræðu yfirstjórnar Reykjavíkurborgar og áætlanir um fækkun starfsfólks í leik- og grunnskólum borgarinnar.

„Þingið leggur áherslu á mikilvægi ráðninga á fagfólki í leik- og grunnskóla höfuðborgarinnar jafnt sem á landinu öllu til að tryggja gæði menntunar og farsæld nemenda. Kennarar eru sérfræðingar á sviði menntunar og afar mikilvægt er að starfsumhverfi þeirra sé tryggt með velsæld barna í huga.,“ segir á ályktuninni.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí