SA vill stuttan kjarasamning, Efling vill þriggja ára

Margt bendir til að Efling fari eigin leið í kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins. SA hefur lagt alla áherslu á gerðir verðir stuttir samningar að þessu sinni, 14-16 mánaða, sem rynnu þá út snemma árs 2024. Efling vill hins vegar nýja lífskjarasamninga, þriggja ára samning með umtalsverðum kjarabótum fyrir láglaunafólk.

Stutti samningurinn er forsenda SA í samningum við Starfsgreinasambandið og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna, þar sem Vilhjálmur Birgisson og Ragnar Þór Ingólfsson fara fyrir samninganefndum. Sólveig Anna Jónsdóttir hafnar hins vegar alfarið stuttum samningi, segist hvergi hafa séð nein rök fyrir slíku.

„Ég sagði að við sæjum engin rök fyrir því að gera stuttan samning,“ skrifar hún í pistli dagsins. „Við legðum áherslu á að félagsfólk gæti gert áætlanir fram í tímann og væri ekki undirselt dyntum efnahagslegrar valdastéttar. Að verka og láglaunafólk hafi borið þyngstu byrðarnar í heimsfaraldrinum, og það væri fáránlegt að láta sem að nú væri tækifæri fyrir auðstéttina til að valda meiri óstöðugleika í lífi vinnuaflsins. Þvert á móti væri nú tækifæri til að tryggja að þau sem með vinnuframlagi sínu snéru hjólum atvinnulífsins fengju það staðfest að skilningur ríkti á því að þau væru bókstaflega ómissandi fólk fyrir alla verðmætaframleiðslu þjóðfélagsins.“

Viðræður SGS og LÍV miðast við stuttan samning og það sama á við um samflot iðnaðarmanna. Það gæti því gerst að hluti verkalýðshreyfingarinnar semji um einskonar biðleik, einhverjar launahækkanir til að mæta kaupmáttarrýrnun verðbólgunnar á þessu ári en að Efling ein stefndi á kjarasamning sem rúmaði bæði launahækkanir til þriggja ára og einhverjar réttarbætur, svo sem lengra orlof. Og reyndi að fá út úr ríkisvaldinu breytingar á sköttum, húsnæðisstefnu og fleiru.

Pistil Sólveigar Önnu má lesa hér: Stéttaskipting og misskipting væru samfélagslegt eitur.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí