Segja brýnt að skattleggja fjármagn eins og laun

Á undanförnum árum hefur auður samfélaga dreifst á hendur fárra. Skattheimta á auð er of lítil og oft á tíðum lægri en á launatekjur. Algengt er að efnafólk hafi svigrúm til að safna auði og hafa af honum fjármagnstekjur frekar en beinar launatekjur. Þetta útskýrir lága skattbyrði þeirra tekjuhæstu í vestrænum samfélögum. Til að snúa þessari þróun við er nauðsynlegt að líta á fjármagnstekjur og aðrar launatekjur sömu augum til að einstaklingar hafi ekki hag af tilfærslum úr launatekjum yfir í fjármagnstekjur. Þetta eru niðurstöður í nýrri skýrslu hagfræðinganna Thomas Piketty, Gabriel Zucman og Emmanuel Saez.

Að mati Piketty og félaga hans tímabært að leggja á stighækkandi erfða- og auðlegðarskatt. Ástæðan er sú að persónulegar tekjur stóreignafólks eru lítill hluti af efnahagslegu fótspori þeirra. Stórir eignarhlutar í samsteypum geta verið óseldir, óhreyfðir og gengið í erfðir án þess að nokkurn tímann komi til skattheimtu. Mikilvægt er að framlag þeirra auðugustu sé í takt við getu þeirra til að greiða í samsjóði, ekki bara það sem er greitt fyrir einkaneysluna.

Á eftirstríðsárum og fram að Thatcher/Raegan tímabilinu voru efstu skattþrep á tekjur hærri og stofn auðlegðarskatts umfangsmeiri í bæði Evrópu og Bandaríkjunum. Tillaga þeirra félaga er að samræma skattheimtu á þessum stóru efnahagssvæðum til að styrkja skattheimtu á stórfyrirtæki og þau allra ríkustu.

Zucman og Saez gáfu út bókina Triumph of Injustice þar sem varpað er ljósi á þróun skattbyrði síðustu ára. Þar er fjallað um þær krókaleiðir sem alþjóðafyrirtæki geta farið til að fela hagnað á lágskattasvæðum og stundað þannig stórfelld skattsvik. Mörg ríki hafa brugðist við þessu með því að halda skatti á hagnað lágum svo að færri fyrirtæki sjái sér hag í að fela hagnað og umsvif þessara svika minnki – einskonar uppgjöf gagnvart mætti stórfyrirtækjanna sem hafa virðiskeðjur, viðskipti og eignarhald þvert á skattumdæmi. Skýrslan sem hér er fjallað um nýtir sömu aðferðarfræði við mat á skattbyrði fólks, þar sem allar tegundir af skattbyrði eru sameinaðar fyrir hvern tekjuhóp fyrir sig.

Myndin er af mótmælum í Kaliforníu gegn skattatilllögum Repúblikana, sem miða að því að lækka skatta hinna ríku og skera niður opinbera þjónustu í kjölfarið.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí