Trump lýsir yfir framboði 2024

Donald Trump lýsti rétt í þessu yfir í framboði til forseta 2024 í Mar-a-Lago í Florida. Til að ná því þarf hann að vinna forkosninga Repúblikanaflokksins, en staða hans innan flokksins hefur versnað eftir að ætlaður stór kosningasigur Repúblikana fjaraði út fyrir viku.

Í ræðu sinni mærði Trump sjálfan sig og forsetatíð sína, sagðist hafa skapað öflugasta efnahag sögunnar og aukið orðstír og virðingu Bandaríkjanna víða um heim. Hann sagði að Joe Biden hefði eyðilagt þetta allt á skömmum tíma. Nú væru Bandaríkin að sökkva í taumlausa verðbólgu og glæpi, og virðing Bandarikjanna og vald hefði hrörnað hratt, við værum nú á barmi kjarnorkustyrjaldar.

Það sem Trump ætlar sér hefur ekki oft verið reynt, að forseti sem felldur er í kosningum reyni aftur að ná kjöri. Dæmin í sögunni eru fá. Aðeins eitt dæmi eru um mann sem tókst þetta: Demókratinn Grover Cleveland var kjörinn forseti 1884 en náði ekki endurkjöri 1888, en var aftur tilnefndur af Demókrataflokknum 1892 og vann þær kosningar.

Demókratinn Martin Van Buren reyndi en tókst ekki. Hann var kjörinn forseti 1836 en náði ekki endurkjöri 1840. Árið 1848 bauð hann sig fram fyrir nýjan flokk, Frjálsa jörð, en fékk aðeins 10% atkvæða.

Henry Clay var í framboði 1824, 1832 og 1844, aldrei fyrir sama flokkinn, en náði aldrei kjöri. Demókratar völdu William Jennings Bryan sem frambjóðanda þrisvar, 1898, 1902 og svo aftur 1910, en hann var ekki kjörinn. Og Demókratar tefldu Franklin Delano Roosevelt fram fjórum sinnum og hann vann í hvert sinn, 1932, 1936, 1940 og 1944. Richard M. Nixon bauð sig líka þrisvar fram. Tapaði fyrir John F. Kennedy 1960 en sigraði síðan 1968 og 1972.

Það á eftir að koma í ljós hvort Trump nær tilnefningu Repúblikanaflokksins og hvað hann gerir ef það gengur ekki eftir. Og hvort hann fer þá fram sem þriðji frambjóðandinn.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí