Allt að 88% verðmunur á jólabókum

Dýrtíðin 8. des 2022

Í nýrri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ á jólabókum var Bónus oftast með lægsta verðið, í 50 tilvikum en Forlagið næst oftast, í 25 tilvikum. Penninn Eymundsson var oftast með hæsta verðið, í 43 tilvikum. Forlagið var með mesta úrvalið, 80 titla af 91 og Penninn Eymundsson með 79 titla. Mest var 88% eða 2.009 kr. munur á hæsta og lægsta verði á bókinni Mennirnir með bleika þríhyrninginn. Hæst var verðið í Pennanum Eymundsyni, 4.299 en lægst í Forlaginu, 2.290 kr.

Í Nettó voru engar verðmerkingar á bókum til staðar á sölustað og gat verðtökufulltrúi verðlagseftirlitsins því ekki tekið niður verð. Þetta samræmist ekki reglum Neytendastofu um verðmerkingar sem kveða á um að verðmerkja skuli vöru hvar sem hún er til sýnis og að auðvelt eigi að vera að sjá verð vöru og þjónustu á sölustað.

Neytendur ættu að hafa hugfast að verð á algengum bókatitlum breytast oft ört í verslunum á þessum árstíma.

1.500-3000 kr. munur á hæsta og lægsta verði á bókatitlum í helmingi tilfella
Oft var mikill verðmunur á bókatitlum en í um helmingi tilfella eða 40 af 81 var yfir 1.500 kr. munur var á hæsta og lægsta verði á bókatitlum. Þannig var 1.500-2000 kr. munur á hæsta og lægsta verði á 23 bókatitlum en 2.000-2.500 kr. munur á 13 bókatitlum. Í fjórum tilvikum var yfir 2.500 kr. munur á hæsta og lægsta verði.
Bónus var oftast með lægsta verðið á bókatitlum, í 50 tilvikum en Forlagið næst oftast, í 25 tilvikum. Forlagið var með lægsta verðið á öllum þýddum skáldverkum en Bónus með lægsta verðið í öðrum flokkum ef bækurnar fengust í versluninni. Penninn Eymundsson var oftast með hæsta verðið, í 43 tilvikum, Salka í 16 tilvikum og Forlagið í 13 tilvikum.

Forlagið var með mesta úrvalið, 80 titla af 81 og Penninn með 79. Minnsta úrvalið var hjá Heimkaup en þar fengust 38 titlar af 81 en næst minnsta úrvalið var í Bónus þar sem 50 titlar fengust.

Lægsta verð:

Allt að 2.700 kr. munur á íslenskum skáldverkum
Af íslenskum skáldverkum var mest 60% eða 2.701 kr. munur á hæsta og lægsta verði á bókinni Hungur e. Stefán Mána. Hæst var verðið í Heimkaup, 7.199 kr. en lægst í Bónus, 4.498 kr. Þá var 49% munur á hæsta og lægsta verði af bókinni Opið haf e. Einar kárason, 45% á bókinni Drepsvart hraun e. Lilju Sigurðardóttur og 45% eða 2.392 kr. munur á bókinni Játning eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Almennt var minnstur verðmunur á þýddum skáldverkum eða á bilinu 17-21%.

Í krónum talið var mestur munur á hæsta og lægsta verði á bókinni Bjóluætt sem var ritstýrt af Sigurði Hermundarsyni, 4.109 kr. Hæst var verðið í Pennanum Eymundssyni 19.999 kr. en lægst í Forlaginu, 15.980 kr.

Hæsta verð:

56% verðmunur á vinsælum barna- og unglingabókum
Af íslenskum barna- og unglingabókum var mest 56% munur á hæsta og lægsta verði á þremur bókum. Í krónum talið var mestur munur á hæsta og lægsta verði á bókinni Fagurt galaði fuglinn sá, 2.501 kr. eða 56%. Þá var 56% eða 1801 kr. munur á hæsta og lægsta verði á bókinni Orri Óstöðvandi – Draumur Möggu Messi e. Bjarna Fritzson og jafn mikill munur var á bókinni Salka – Tímaflakkið eftir sama höfund. Í báðum tilvikum var verðið lægst í Bónus en hæst í Pennanum. Af þýddum barna- og unglingabókum var mest 61% munur á hæsta og lægsta verði á barnabókinni Hva eftir vinsæla barnabókahöfundinn David Walliams. Lægst var verðið Bónus, 3.098 kr. en hæst í Pennanum 4.999 kr.

Um verðkönnunina
Könnunin var gerð samtímis í eftirtöldum verslunum: Forlaginu , Nettó, Hagkaupum, Bónus, Heimkaup.is, Pennanum Eymundssyni og Sölku.

Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.

Frétt af vef Alþýðusambandsins.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí