Gistinætur aldrei verið fleiri

Ferðaþjónustan hefur jafnað sig eftir cóvid. Isavia birti farþegaspá næsta árs í morgun og reiknar með viðlíka komum þá og var á hábungu ferðamannasprengjunnar fyrir cóvid. Gistinætur í ár eru orðnar fleiri en nokkru sinni áður, að hluta til vegna aukinna ferða Íslendinga innanlands en gistinætur erlendra ferðamanna það sem af er árs eru aðeins 4% undir þegar mest var.

Góðar fréttir halda áfram að berast úr hagkerfinu og atvinnulífinu. Í gær kom fram hagvöxtur er meiri í ár en verið hefur síðan 2007. Þá kom einnig fram að gistinætur eru orðnar viðlíka og var á hápunkti ferðamannabylgjunnar fyrir faraldur. Hingaðkomur ferðamanna hafa líka fjölgað hratt og nú spáir Isavia að næsta ár verði líkt og var á árunum 2017-19.

Það sést hversu hratt ferðaþjónustan hefur náð sér að gistinætur erlendra ferðamanna á fyrstu þremur mánuðum ársins voru 39% undir þvi sem mest var en 14% yfir um hásumarið.

Á sama tíma og ferðaþjónustan hefur náð sér og fádæma gósentíð í sjávarútveg og álbræðslu, hinum helstu útflutningsatvinnuvegunum, þá hefur gengið gefið eftir, sérstaklega síðustu vikur. Þótt krónan sé á sama stað gagnvart evru og fyrir ári síðan hefur hún fallið um 10% gagnvart dollar og 6% gagnvart franka. Það merkir að útflutningsatvinnugreinarnar fá nú fleiri krónur fyrir sínar vörur og þjónustu.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí