Gistinætur aldrei verið fleiri

Ferðaþjónustan hefur jafnað sig eftir cóvid. Isavia birti farþegaspá næsta árs í morgun og reiknar með viðlíka komum þá og var á hábungu ferðamannasprengjunnar fyrir cóvid. Gistinætur í ár eru orðnar fleiri en nokkru sinni áður, að hluta til vegna aukinna ferða Íslendinga innanlands en gistinætur erlendra ferðamanna það sem af er árs eru aðeins 4% undir þegar mest var.

Góðar fréttir halda áfram að berast úr hagkerfinu og atvinnulífinu. Í gær kom fram hagvöxtur er meiri í ár en verið hefur síðan 2007. Þá kom einnig fram að gistinætur eru orðnar viðlíka og var á hápunkti ferðamannabylgjunnar fyrir faraldur. Hingaðkomur ferðamanna hafa líka fjölgað hratt og nú spáir Isavia að næsta ár verði líkt og var á árunum 2017-19.

Það sést hversu hratt ferðaþjónustan hefur náð sér að gistinætur erlendra ferðamanna á fyrstu þremur mánuðum ársins voru 39% undir þvi sem mest var en 14% yfir um hásumarið.

Á sama tíma og ferðaþjónustan hefur náð sér og fádæma gósentíð í sjávarútveg og álbræðslu, hinum helstu útflutningsatvinnuvegunum, þá hefur gengið gefið eftir, sérstaklega síðustu vikur. Þótt krónan sé á sama stað gagnvart evru og fyrir ári síðan hefur hún fallið um 10% gagnvart dollar og 6% gagnvart franka. Það merkir að útflutningsatvinnugreinarnar fá nú fleiri krónur fyrir sínar vörur og þjónustu.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí