Javnaðarflokkurinn og Framsókn bæta við sig

Eins og skoðanakannanir bentu til féll ríkisstjórnin í kosningunum í Færeyjum, enda efnt til kosninga eftir að hún sprakk. Þó var það bara Fólkaflokkurinn sem tapaði þingsætum, Sambandsflokkurinn og Miðflokkurinn héldu sínum mönnum. Sjálvstýri féll af þingi.

Sigurvegararnir eru annars vegar Javnaðarflokkurinn sem er nú stærsti flokkurinn með níu þingmenn. Og hins vegar Framsókn sem bætir við sig einum manni.

Eftir kosningarnar eru Løgtingið svona skipað (innan sviga breytingar frá kosningunum 2019):

Javnaðarflokkurinn: 26,6% – 9 þingmenn (+2)
Sambandsflokkurinn: 20,0% – 7 þingmenn (+/-0)
Fólkaflokkurinn: 18,9% – 6 þingmenn (-2)
Tjóðveldi: 17,7% – 6 þingmenn (+/-0)
Framsókn: 7,5% – 3 þingmenn (+1)
Miðflokkurinn: 6,6% – 2 þingmenn (+/-0)
Sjálvstýri: 2,7% – enginn þingmaður (-1)

Það ery 33 þingmenn á Løgtinginu og 17 þarf til að ná meirihluta. Javnaðarflokkurinn og Tjóðveldi eru með 15 samanlagt. Líklegast er að þessir tveir myndi stjórn með Framsókn, að sögn Dávur í Dali sem ræddi færeysk stjórnmál við Rauða borðið í gærkvöldi.

Sjá má og heyra viðtalið í spilaranum hér að ofan.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí