Leikskólinn Bakki einkavæddur

Einkavæðing leikskólans Bakka í Grafarvogi var samþykkt á fundi borgarstjórnar í dag. Rökin fyrir því voru lítil aðsókn í leikskólann og að of mikið laust pláss væri til þess að leikskólinn teldist „rekstrarvæn eining“. Fjölda foreldra var á sama tíma synjað um pláss fyrir börn sín og jafnvel tjáð að hann væri fullur.

Tillagan var samþykkt með atkvæðum meirihlutans (Samfylking, Framsókn, Píratar og Viðreisn) og Sjálfstæðisflokksins. Í henni var lagt til að húsnæði leikskólans yrði tekið yfir af einkareknum leikskóla. Þannig yrði starfsemi leikskólans að Bakkastöðum lögð niður í núverandi mynd. Án rökstuðnings var því haldið fram að þannig yrði hægt að fylla leikskólann af börnum.

Réttlæting þessara aðgerða var sögð vera lítil aðsókn í leikskólann. Upplýsingar sem fengist hafa frá foreldrum segja aðra sögu. Þeir hafa sett sig í samband við borgarfulltrúa og tjáð að þeim hafi verið neitað um pláss fyrir börn sín á Bakka. Í sumar fengu börn t.a.m. ekki pláss þrátt fyrir að 35 laus pláss hafi verið til staðar.

Föður í Grafarvogi var t.d. tjáð að barnið hans kæmist ekki á leikskólann því allt væri fullt. Á þeim tíma voru eins og fyrr segir 35 laus pláss. Hann neyðist því til að keyra barnið á leikskóla á hinum enda bæjarins. Upplýsingarnar sem Skóla- og frístundasvið veitir vegna málsins og rök meirihlutans fyrir einkavæðingu passa ekki við frásagnir foreldra.

Vafi leikur því á að fullyrðingar borgaryfirvalda séu réttar vegna málsins. Einkavæðingin gæti hafa verið framkvæmd með villandi upplýsingar að leiðarljósi. Borgarfulltrúar Sósíalista og Vinstri grænna lögðu fram sameiginlegt álit á málinu þar sem fram kom að allt benti til þess að aðgerðir borgarinnar hafi rutt veginn fyrir einkavæðingu leikskólans.

Samþykktu tillöguna má sjá hér í heild: https://2021.reykjavik.is/sites/default/files/skjol_borgarstjornarfundur/9_tillaga_um_ad_leitad_verdi_leida_til_samstarfs_vid_sjalfstaett_starfandi_leikskola_i_reykjavik_thar_sem_nu_er_starfsstodin_bakki.pdf

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí