Loka Vin þótt starfið bjargi mannslífum

Eftir árangursríkt starf á Vin við Hverfisgötu í tæpa áratugi undir stjórn Rauða krossins ákvað borgarstjórn að loka Vin á fundi sínum í vikunni, aðeins ári eftir að borgin tók yfir starfsemina með loforðum um efla hana og vernda. Og þrátt fyrir að Vin hafi bjargað mannslífum, að sögn Elsu Kristínar Sigurðardóttur hjúkrunarfræðings, sem leitt hefur hóp fyrir fólk með geðklofa á Vin.

Elsa, sem hefur meistarapróf í hnattrænni heilsu og félagslegu réttlæti, kom að Rauða borðinu ásamt Herði Jónassyni sem hefur stundað Vin síðustu tíu ár í kjölfar þess að hann missti vinnu og var úrskurðaður öryrki. Hörður lýsti hvaða gildi Vin hefði í lífi hans og annarra sem sækja staðinn. Hann tók sem dæmi að ferðum hans til lækna og heilbrigðisstofnana hefði fækkað. Það að eiga samfélag með öðru fólki yfir daginn forðaði honum frá einangrun og vanlíðan, ynni á kvíða og þunglyndi.

Bæði voru þau sammála um að fólkið í borgarstjórn áttaði sig ekki á þeim verðmætum sem verið væri að kasta á glæ. Þetta hljóta að vera mistök, sagði Elsa, einhver hefur rekist á tölu í bókhaldinu og haldið að það mæti spara hana með því að stroka hana út og loka Vin. Staðreyndin er hins vegar sú að ef Vin lokar mun þessi kostnaður koma fram annars staðar og miklu hærri. Þetta sé ekki aðeins vitað vegna rannsókna víða um heim, að þjónusta eins og veitt er á Vin spari kostnað um allt kerfið, heldur hafi þetta komið fram í cóvid þegar Vin var lokað eða starfið takmarkað. Þá jókst til muna þörf hópsins fyrir aðra þjónustu.

Sparnaðurinn við að loka er innan við 50 m.kr. Sem er ótrúlega lág upphæð í samræmi við rekstur borgarinnar. Og nánast grátlega lág upphæð miðað við ummæli Heiðu Bjargar Hilmisdóttur í samtali við Ríkisútvarpsins þegar hún var spurð um hvort ekki hafi komið til greina að spara á skrifstofu borgarstjóra frekar. „Skrifstofa borgarstjóra er auðvitað ótrúlega lítil í þessu samhengi,“ sagði Heiða í viðtalinu, en rekstur á skrifstofu borgarstjóra er 1.600 m.kr., sem er 32 sinnum hærri upphæð en 50 m.kr.

Í gegnum árin hefur stundum komið til tals að loka Vin, en starfinu hefur hingað til verið bjargar. Þetta er starf sem mótast hefur af þörfum og væntingum þeirra sem nota það, þarna er ferðafélag, taflfélag og margt sem mótast hefur í tímanna rás. Hörður er núverandi forseti taflfélagsins og fer sem slíkur vikulega í félagsmiðstöðina á Aflagranda og í Hlutverkasetrið að bera út boðskapinn.

Aðspurður um hvort fólkið sem sækir Vin gætu sótt þjónustu á þessa staði taldi Hörður svo ekki vera. Þarna væri annar andi og annars konar hópar. Vin væri einstök, annað heimili fólks og í flestum tilfellum það eina sem rífur einangrun þess.

Elsa tók undir það, sagði að ef Vin lokaði væri ekki víst að fólkið myndi leita annað. Það kemur á Vin vegna þess að það finnur sig ekki annars staðar.

Þegar Reykjavíkurborg tók yfir reskturinn fyrir rúmu ári

Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, að spennandi tímar væru framundan. „Við erum að taka við mjög góðu starfi og það skiptir öllu máli. Við erum spennt fyrir þessu verkefni. Við ætlum að læra af því starfi sem hefur verið hér og tökum svo eitt skref í einu í átt að því að efla það enn frekar.“ Reyndin varð önnur. Borgin ákvað að loka Vin.

Viðtalið við Elsu og Hörð má sjá og heyra í spilaranum hér að ofan.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí