VR í samflot með iðnaðarmönnum

Verkalýðsmál 3. des 2022

VR og samflot iðn- og tæknigreina hafa ákveðið að taka höndum saman í yfirstandandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins.

Samninganefndir VR, landssambands íslenzkra verzlunarmanna og félaga í iðn- og tæknigreinum vísuðu viðræðum til ríkissáttasemjara um miðjan síðasta mánuð og hafa frá þeim tíma unnið að því að ná nýjum samningi sitt í hvoru lagi, en án árangurs. Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði hafa verið lausir í rúman mánuð.

Í yfirlýsingu félaganna segir að ríkur vilji sé meðal stéttarfélaganna að vinna saman að nýjum kjarasamningi hratt og vel og standa vonir til þess að góð niðurstaða náist fljótlega.

Innan þessa samflots eru um 59 þúsund félagsfólk. Innan samflots iðn- og tæknigreina eru MATVÍS, Rafiðnaðarsamband Íslands, Samiðn og VM.

Myndin er af Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR og Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni formanni Rafiðnaðarsambandsins og forseta ASÍ.

Ragnar Þór ræddi stöðuna við Rauða borðið í gærkvöldi. Sjá má og heyra viðtalið hér:

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí