Maskína: Sanna staðið sig best borgarfulltrúa

Samkvæmt könnun sem Maskína birti í dag nefna flestir Sönnu Magdalenu Mörtudóttur borgarfulltrúa Sósíalista þegar spurt er hvaða fulltrúi hafi staðið sig best í starfi. Þátttakendur fengu að nefna einn og 15,5% nefndu Sönnu. Næstur koma Dagur B. Eggertsson borgarstjóri xS með 12,9% og Hildur Björnsdóttir xD með 12,0%.

Tilvonandi borgarstjóri Framsóknar, Einar Þorsteinsson, nær fimmta sætinu með 8,5% en Alexandra Briem xP er fyrir ofan hann með 10,3%

Taflan sem Maskína birtir er annars svona:

Ánægja fólks með Sönnu er sérstaklega athygli verð  þar sem minnihlutinn fær ekki háa einkunn í þessari könnun. 21,5% segja að meirihlutinn hafi staðið sig vel en aðeins 11,7% segja að minnihlutinn hafi staðið sig vel. Það kann að ráðast af því að í opinberri umfjöllun fjölmiðla er vanalega fulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallaður til og látinn tala fyrir hönd minnihlutans.

Sanna sækir stuðning til allra hópa og beggja kynja jafnt. Þó má sjá að stuðningur við hana er meiri meðal tekjulægri en tekjuhærri. Og auðvitað fremur til vinstri sinnaðra, bæði Sósíalista og kjósenda Vg.

Könnunin var gerð í frá 25. nóvember til 2. desember 2022 og voru svarendur 702 talsins.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí