Meirihluti umhverfis- og skipulagsráðs vill ekki áheyrn frá leigjendum

Tillögu Sósíalistaflokks Íslands um það að fulltrúi leigjenda sitji í umhverfis- og skipulagsráði var vísað frá. Fulltrúar meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar segja að slíkt myndi kalla á að „hagaðilum“ yrði fjölgað, með tilheyrandi „kostnaði og flækjustigi“.

Tillagan var tekin fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í dag. Í henni var lagt til að fulltrúi leigjenda fengi áheyrn í ráðinu. Leitað yrði til Samtaka leigjenda vegna tilnefningar og viðkomandi aðila boðin seta í kjölfarið.

Meirihlutinn vísaði tillögunni frá. Sagði að hún ætti frekar heima í forsætisnefnd. Jafnframt var tekið fram að þau legðust gegn hugmyndinni um leigjanda í ráðinu. Um „hagaðila“ væri að ræða og því myndi slíkt kalla á fjölgun annarra slíkra ef það væri gert. Þá er væntanlega átt við aðila á vegum verktaka og leigufélaga.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí