Meirihluti umhverfis- og skipulagsráðs vill ekki áheyrn frá leigjendum

Tillögu Sósíalistaflokks Íslands um það að fulltrúi leigjenda sitji í umhverfis- og skipulagsráði var vísað frá. Fulltrúar meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar segja að slíkt myndi kalla á að „hagaðilum“ yrði fjölgað, með tilheyrandi „kostnaði og flækjustigi“.

Tillagan var tekin fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í dag. Í henni var lagt til að fulltrúi leigjenda fengi áheyrn í ráðinu. Leitað yrði til Samtaka leigjenda vegna tilnefningar og viðkomandi aðila boðin seta í kjölfarið.

Meirihlutinn vísaði tillögunni frá. Sagði að hún ætti frekar heima í forsætisnefnd. Jafnframt var tekið fram að þau legðust gegn hugmyndinni um leigjanda í ráðinu. Um „hagaðila“ væri að ræða og því myndi slíkt kalla á fjölgun annarra slíkra ef það væri gert. Þá er væntanlega átt við aðila á vegum verktaka og leigufélaga.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí