„Ekki tímabært“ að borgin beiti sér gegn útvistunum

Í umræðum á aukafundi borgarstjórnar í gær voru þrjú mál á dagskrá. Öllum þeirra var hafnað af meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar. Tillögu sósíalista um að Reykjavík beiti sér gegn útvistun hjá strætó var vísað frá. Borgarstjóri taldi „ekki tímabært“ að fara í slíka vegferð.

Aukafundur borgarstjórnar var haldinn í gær, 10. febrúar. Á honum voru mál frá Sjálfstæðisflokknum, Sósíalistaflokknum og Vinstri grænum tekin til dagskráar. Ekki þótti ástæða til að samþykkja neina þeirra samkvæmt meirihlutanum.

Úttekt á Klapp greiðslukerfi Strætó

Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram tillögu um að úttekt yrði gerð á Klapp, greiðslukerfi Strætó. Þannig yrði óháðu ráðgjafarfyrirtæki falið að gera úttekt á Klapp-greiðslukerfi Strætó bs. og koma með tillögur til úrbóta.

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingar áttu í miklum átökum undir þessum lið og lá við að hnefum yrði steitt á milli þeirra. Að lokum fór það svo að málið var fellt. Meirihlutinn kaus gegn en minnihlutinn með tillögunni.

Friðlýsing Esjuhlíða

Vinstri grænir lögðu fram tillögu um að Esjuhlíðar yrðu friðlýstar. Borgarstjórn myndi skv. henni óska eftir því við náttúruverndaryfirvöld að hafinn yrði undirbúningur að friðlýsingu. Tók þá borgarstjóri til máls og var ekki á þeim nótunum að þetta væri nauðsynleg aðgerð. Málið fellt af meirihlutanum.

Reykjavík vinni gegn útvistun hjá Strætó

Í þriðja og síðasta fundarliðnum lagði Sósíalistaflokkur Íslands fram tillögu um að Reykjavíkurborg beiti sér gegn útvistun hjá Strætó. Með samþykkt hennar yrði unnið gegn öllum frekari áformum um útvistun hjá Strætó bs.

Rökin gegn útvistunum voru talin upp af borgarfulltrúum Sósíalista. Launagreiðslur væru misjafnar eftir því hvort unnið væri beint fyrir Strætó eða verktaka. Auk þess hefðu útvistanir í för með sér aukið flækjustig og lengri boðleiðir.

Dagur B Eggertsson borgarstjóri tók þá til máls og taldi „ekki tímabært“ að beita sér í þessu máli að svo stöddu. Fór þá svo að málinu var vísað frá.

Fyrir áhugasama má sjá umræður frá aukafundi borgarstjórnar hér.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí