Fátækt eykst í Bretlandi og matarbankar að tæmast

Matarbankar í Bretlandi spruttu upp eins og gorkúlur þegar starfsgetumati var komið á um 2013 og velferðar- og heilbrigðiskerfið svelt verulega í gegnum niðurskurðarstefnuna sem þá hófst af miklum krafti með þjónustuskerðingu, útvistun og einkavæðingu. Enn fer framfærslukostnaður hækkandi í Bretlandi þrátt fyrir hjöðnun verðbólgunnar sem herjað hefur á efnahagskerfið síðustu mánuði.

Verð á matvælum og bensíni hefur hækkað stig af stigi eftir innrásina í Úkraínu en verðbólga og hækkanir á matvæla og bensínverði er þar um að kenna. Þar á undar olli covid faraldurinn gríðarlegu tjóni svo sem atvinnumissi og tómum matarbönkum.

Aldrei hafa fleiri þurft að reiða sig á mataraðstoð matarbanka og sífellt fleiri leita sér aðstoðar sökum þess að eiga ekki í sig og á út mánuðinn. Þetta er fatlað fólk, eldri borgarar, heilbrigðisstarfsfólk, kennarar og fleiri samkvæmt The Guardian.

Ifan, samtök um mataraðstoð birtu niðurstöður nýrrar rannsóknar sem sýndi aukningu á eftirspurn mataraðstoð í desember og janúar í 90% af þeim matarbönkum sem svöruðu könnuninni. v

50% þeirra 85 samtaka sem reka mataraðstoð sögðust þurfa að skera niður eða neita fólki alfarið um aðstoð ef eftirspurnin héldi áfram. Samtökin vara einnig við ástandinu og segja það ósjálfbært með öllu.

Bresku matarbankar eru sjálfboðaliðafélög sem safna mat og útdeila til góðgerðafélaga sem aftur dreifa til þeirra sem þurfa aðstoð.

Einn stærsti matargjafi Bretlands er Trussel Trust en sjóðurinn styrkir yfir 1300 matarbanka í landinu. Í nóvember sl. varaði sjóðurinn við því að þá væru matarbankar komnir að ystu þolmörkum. Met var slegið í útdeilingu á matargjöfum en á sex mánaða tímabili frá 1. apríl til 30. september 2022 útdeildur þeir 1,3 milljónum matargjafa. Þar af var 500 þúsund þeirra deilt til barna.

Enn hækkar framfærslukostnaður í Bretlandi samkvæmt bresku Hagstofunni og er þar helst um verðhækkanir á matvælum og bensíni að ræða.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí