Formaður Velferðarráðs telur biðlista eðlilega

Í umræðum um félagslegt húsnæði í Reykjavík var farið yfir fjölda þeirra sem eru á biðlista. 895 manns eru að bíða og hefur þeim farið fjölgandi á síðustu árum. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Velferðarráðs og fulltrúi Samfylkingar sagði það „eðlilegt“ að alltaf væri einhver hópur á biðlista. Hún taldi jafnframt ekki þörf á að hækka hlutfall félagslegs húsnæðis.

Á borgarstjórnarfundi síðastliðinn þriðjudag var umræða hafin að frumkvæði Sósíalistaflokksins um hlutfall félagslegs húsnæðis í borginni. Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti flokksins hóf mál og vildi heyra hvernig meirihlutinn hyggðist stytta biðlista.

Fólki á biðlista hefur fjölgað síðustu ár og 895 manns eru nú á honum. Þar af eru 216 barnafjölskyldur. Hér að neðan má sjá gögn fyrir þann hóp.

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi Samfylkingar og formaður Velferðarráðs tók þá til máls. Í svörum hennar kom fram að ekki stæði til að auka hlutfall félagslegs húsnæðis í borginni, sem nú stendur í 5%. Auk þess taldi hún „eðlilegt“ að hafa fólk á biðlista og virtist því ekki sjá neitt athugavert við þann fjölda sem er á honum.

Borgarfulltrúi Pírata, Magnús Davíð Norðdahl blandaði sér einnig í umræðuna og sagðist sakna þess að sjá umræðuna tekna með „heildstæðum hætti.“ Reykjavíkurborg væri að standa sig betur en önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og því ættu borgarfulltrúar Reykjavíkur að þrýsta á þau að gera betur.

Ekki mátti því sjá neinar lausnir í sjónmáli vegna langra biðlista eftir félagslegu húsnæði í Reykjavík. Meirihlutinn telur best að fulltrúar Reykjavíkur ávíti hin sveitarfélögin á meðan fulltrúi Sósíalista vill að betur sé gert í borginni.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí