Grindvíkingar hvetja Aðalstein til að stíga til hliðar

Verkalýðsmál 7. feb 2023

Stjórn Verkalýðsfélags Grindavíkur mótmælir harðlega miðlunartilllögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins.

Ljóst er að með þessum inngripum ríkissáttasemjara á þessum tíma í deilunni hefur Ríkissáttasemjari misst trúverðuleika og traust gagnvart stéttarfélögum og launafólki í landinu.

Stjórn Verkalýðsfélags Grindavíkur hvetur Aðalsteinn Leifsson Ríkissáttasemjara til að draga tillöguna til baka og stíga til hliðar þar sem traust og trúverðuleiki er það mikilvægasta í hans starfi en því miður er það brotið á milli hans, stéttarfélaganna og launafólks í landinu.

Það að miðlunartilaga Ríkissáttasemjara líti nákvæmlega út eins og síðasta tilboð Samtaka Atvinnulífins til Eflingar gefur það til kynna að Ríkissáttasemjari sé strengjabrúða Samtaka Atvinnulífsins, við það getur stjórn Verkalýðsfélags Grindavíkur ekki sætt sig. Hans starf er að miðla málum og verkstýra, ekki að stíga inn í deiluna og taka einungis upp málflutning Samtaka atvinnulífsins.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí