Grindvíkingar hvetja Aðalstein til að stíga til hliðar

Verkalýðsmál 7. feb 2023

Stjórn Verkalýðsfélags Grindavíkur mótmælir harðlega miðlunartilllögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins.

Ljóst er að með þessum inngripum ríkissáttasemjara á þessum tíma í deilunni hefur Ríkissáttasemjari misst trúverðuleika og traust gagnvart stéttarfélögum og launafólki í landinu.

Stjórn Verkalýðsfélags Grindavíkur hvetur Aðalsteinn Leifsson Ríkissáttasemjara til að draga tillöguna til baka og stíga til hliðar þar sem traust og trúverðuleiki er það mikilvægasta í hans starfi en því miður er það brotið á milli hans, stéttarfélaganna og launafólks í landinu.

Það að miðlunartilaga Ríkissáttasemjara líti nákvæmlega út eins og síðasta tilboð Samtaka Atvinnulífins til Eflingar gefur það til kynna að Ríkissáttasemjari sé strengjabrúða Samtaka Atvinnulífsins, við það getur stjórn Verkalýðsfélags Grindavíkur ekki sætt sig. Hans starf er að miðla málum og verkstýra, ekki að stíga inn í deiluna og taka einungis upp málflutning Samtaka atvinnulífsins.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí