Hlíf stendur með Eflingu

Verkalýðsmál 11. feb 2023

Stjórn Verkalýðsfélagsins Hlífar harmar þá stöðu sem komin er upp í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, í kjölfar ótímabærrar miðlunartillögu ríkissáttasemjara, segir í ályktunstjórnar Hlífar.

Framlagning miðlunartillögunnar, þegar engin vá er fyrir dyrum og ekkert neyðarástand blasir við, setur hættulegt fordæmi í samskiptum á vinnumarkaði, segir í ályltuninni. „Í stað þess að höggva á hnútinn, hefur útspilið dýpkað deiluna enn frekar.“

Stjórn Hlífar hvetur ríkissáttasemjara til að draga tillöguna til baka og gefa deiluaðilum færi á að útkljá deiluna með samningum, án óeðlilegs þrýstings.

„Um leið og Verkalýðsfélagið Hlíf sendir Eflingarfélögum stuðnings- og baráttukveðjur, hvetur það félagsmenn sína til þess að ganga ekki í störf Eflingarfólks í verkfalli, hvorki beint né óbeint. Komi upp dæmi um slík brot, verður tekið á þeim af fullri alvöru,“ segir í ályktuninni.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí