Hlíf stendur með Eflingu

Verkalýðsmál 11. feb 2023

Stjórn Verkalýðsfélagsins Hlífar harmar þá stöðu sem komin er upp í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, í kjölfar ótímabærrar miðlunartillögu ríkissáttasemjara, segir í ályktunstjórnar Hlífar.

Framlagning miðlunartillögunnar, þegar engin vá er fyrir dyrum og ekkert neyðarástand blasir við, setur hættulegt fordæmi í samskiptum á vinnumarkaði, segir í ályltuninni. „Í stað þess að höggva á hnútinn, hefur útspilið dýpkað deiluna enn frekar.“

Stjórn Hlífar hvetur ríkissáttasemjara til að draga tillöguna til baka og gefa deiluaðilum færi á að útkljá deiluna með samningum, án óeðlilegs þrýstings.

„Um leið og Verkalýðsfélagið Hlíf sendir Eflingarfélögum stuðnings- og baráttukveðjur, hvetur það félagsmenn sína til þess að ganga ekki í störf Eflingarfólks í verkfalli, hvorki beint né óbeint. Komi upp dæmi um slík brot, verður tekið á þeim af fullri alvöru,“ segir í ályktuninni.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí