Greiningardeild Íslandsbanka er bjartsýn á þróun verðlags. Þó að toppi 9,9% hafi aftur verið náð í mælingu janúar sé það tilkomið vegna hækkana á opinberum gjöldum svo sem hækkun vörugjalda á bifreiðum, tóbaki og áfengi sem tóku gildi eftir áramót.
Ef spá Íslandsbanka rætist lýta tindarnir tveir í júlí 2022 og janúar 2023 eins og eyru á kisu. Greiningardeildin segir mesta óvissu ríkja um innflutta verðbólgu, en að fasteignaverð hækki lítið. Bent er á að hækkanir sem rekja má til húsnæðisliða hafi fyrst og fremst verið aukinn vaxtakostnaður síðustu tvo mánuði.
Íslandsbanki áætlar að verðbólgan lækki með hröðum skrefum í 6,2% í lok árs.
Athygli vekur hversu hratt og skýrt breytingar á fasteignaverði rata inn í undirliðinn sem kallast reiknuð húsaleiga og á að endurspegla þann neyslukostnað sem telst til af búsetu í húsnæði, hvort sem það er eigið húsnæði eða í leigu.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.