Greiningardeild Íslandsbanka er bjartsýn á þróun verðlags. Þó að toppi 9,9% hafi aftur verið náð í mælingu janúar sé það tilkomið vegna hækkana á opinberum gjöldum svo sem hækkun vörugjalda á bifreiðum, tóbaki og áfengi sem tóku gildi eftir áramót.
Ef spá Íslandsbanka rætist lýta tindarnir tveir í júlí 2022 og janúar 2023 eins og eyru á kisu. Greiningardeildin segir mesta óvissu ríkja um innflutta verðbólgu, en að fasteignaverð hækki lítið. Bent er á að hækkanir sem rekja má til húsnæðisliða hafi fyrst og fremst verið aukinn vaxtakostnaður síðustu tvo mánuði.
Íslandsbanki áætlar að verðbólgan lækki með hröðum skrefum í 6,2% í lok árs.
Athygli vekur hversu hratt og skýrt breytingar á fasteignaverði rata inn í undirliðinn sem kallast reiknuð húsaleiga og á að endurspegla þann neyslukostnað sem telst til af búsetu í húsnæði, hvort sem það er eigið húsnæði eða í leigu.
