Kostar fyrirtækin minna en 6 milljarða að afstýra verkfalli

Að meðaltali eru kröfur Eflingar um 24.750 kr. meiri hækkun taxta en var í samningum Starfsgreinasambandsins. Inn í þessari tölu er 15 þús. kr. framfærsluuppbót, sem Efling rökstyður með háum húsnæðiskostnaði á höfuðborgarsvæðinu. Að viðbættum launatengdum gjöldum myndi það kosta fyrirtækin í landinu minna en sex milljarða króna að ganga að þessum kröfum og afstýra verkföllum.

Um 21 þúsund Eflingarfólks vinnur á hinum almenna vinnumarkaði. Miðað við hækkun dagvinnutaxta myndi það auka launakostnað fyrirtækjanna í landinu um 7.450 m.kr. árlega að ganga að kröfum Eflingar, umfram það sem samningar Starfsgreinasambandsins kosta. Þessi upphæð myndi koma til frádráttar áður en kæmi að álagningu tekjuskatts fyrirtækjanna. Nettó hækkun sem fyrirtækin þyrftu að borga væri því aðeins 4.960 m.kr.

Það er mat Samtaka atvinnulífsins að það sé á það hættandi að leggja kostnað vegna verkfalla á fyrirtækin og samfélagið til að forða fyrirtækjum frá þessari hækkun. Það er erfitt að slá á hvert tap fyrirtækjanna verður. Um daginn þegar Keflavíkurvegurinn lokaðist vegna ófærða mat Icelandair tap sitt upp á milljarð króna. Bara tapið þann daginn hjá einu fyrirtæki var 1/5 af kostnaði fyrirtækjanna við að verða að kröfum Eflingar.

BHM áætlaði rekstrarhagnað fyrirtækja fyrir afskriftir (EBITDA) í fyrra upp á 976 milljarða króna – það er hagnað fyrir afskriftir, skatt, fjármagnskostnað og arðgreiðslur. Það að ganga að kröfum Eflingar mun lækka þennan hagnað um 0,5%.

Eins og sjá má af þessum samanburði er erfitt að færa efnahagsleg rök fyrir hörku Samtaka atvinnulífsins gagnvart láglaunafólkinu í Eflingu. Afstaða SA er fyrst og fremst pólitísk, þau velja þessa deilu til að senda pólitísk skilaboð út í samfélagið. Og eru tilbúin að fórna miklum fjármunum fyrirtækjanna í landinu til að að koma þeim til skila.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí