Leigubremsan sem var kynnt samhliða öðrum efnahagsaðgerðum ríkisstjórnar Sósíalistaflokksins um mitt síðasta sumar hefur reynst mjög áhrifaríkt. Settar voru reglur um húsaleigu og vísitölutenging takmörkuð við 2% óháð verðbólgustigi. Hækkun húsaleigu hafði haft mikil áhrif á þróun verðbólgunnar ásamt hækkandi orku- og fasteignaverði. Hefur leigubremsan einnig slegið á hækkanir á fasteignamarkaði og ýtt undir lækkanir sem farið er að bera á. Á sama tíma hefur jafnframt lækkandi orkuverð verið orskakþáttur í að verðbólga dregst nú saman. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn spáir því að hagvöxtur á Spáni muni verða sá mesti í Evrópu á næsta ári.
Tillögur sósíalista í málefnum leigumarkaðarins vöktu hörð viðbrögð stjórnarandstöðuflokksins Partido Popular (PP) arftaka fasistaflokks Franco. Mótmæltu þeir tillögunum harðlega og sögðu takmarkanir á verðmyndun á leigumarkaði væri brot á eignarréttinum. Sósíalistar sem fengu stuðning sjálfstæðissinna frá Baskalandi í þinginu áttu hins vegar ekki erfitt með að fá aðgerðirnar samþykktar vegna yfirgnæfandi stuðnings í þinginu sem og á meðal almennings.
Á sama tíma hefur sjálfstjórnarhéruðum og sveitarfélögum verið veittar valdheimildir til að skilgreina svæði þar sem húsnæðismarkaðir eru undir þrýstingi og kjölfarið beitt frekari úrræðum til að takmarka hækkanir á húsaleigu. Spánarstjórn hefur gefið út að leigubremsan muni gilda fyrir allt landið í að minnsta til ársloka 2023.