Seðlabankinn gæti hækkað vexti í 7,5% í mars

Vaxtaákvörðunardagur er í Seðlabankanum fimmtudaginn 22. mars. Miðað við hækkun neysluvísitölunnar í morgun má reikna með umtalsverðri hækkun vaxta, jafnvel um heilt prósentustig. Vextir færu þá úr 6,5% í 7,5%.

Seðlabankinn hefur verið harður á því að hækka vexti þótt hingað til sé ekki að sjá að hækkun vaxti hafa dregið úr almennri verðbólgu. Íbúðamarkaðurinn hefur reyndar frosið og því hefur dregið úr áhrifum hans á neysluvísitöluna, en fasteignaverð er almennt ekki tekið með inn í mælingar á verðbólgu. Ísland er þar undantekning.

Og frostið á húsnæðismarkaði má ekki aðeins rekja til hækkunar vaxta, sem hefur gert lántöku dýrari. Það sem hefur dregið úr eftirspurn er ekki síður harðari reglur gagnvart greiðslumati sem hefur leitt til þess að tekjulægri hópum og fyrstu kaupendum er gert nánast ómögulegt að kaupa íbúð. Þessir hópar hafa því dottið út af markaðnum og við það hefur eftirspurn minnkað eftir ódýrari íbúðum. Sem reyndar eru ekki ódýrari en svo að æ færri hafa efni á að kaupa þær. Og þar sem ódýrari íbúðir hreyfast lítið þá hættir markaðurinn að hreyfast, þau sem myndu vilja selja minni ódýrari íbúðirnar til að stækka við sig sitja föst.

Þetta eru fyrst og fremst afleiðingar af aðgerðum Seðlabankans. Fasteignaverð hefur hætt að hækka og er farið að lækka vegna minni eftirspurnar. Það er ekki minni eftirspurn vegna minni þarfar, alls ekki. Það eru jafn margir og reyndar fleiri sem eru í húsnæðisvanda, því fleiri innflytjendur og flóttafólk bætist í hóp ungs fólks og tekjuminna sem situr fast á leigumarkaði og getur ekki keypt sér húsnæði.

Og eins og Samstöðin benti á í morgun er minni eftirspurn eftir húsnæði og dýrari lán þegar farin að draga úr byggingu íbúða, sjá hér: Framleiðsla á húsnæðismarkaði hrynur.

En á meðan ástandið á húsnæðismarkaði versnar eykst bara verðbólgan, eins og fram kom í morgun. Verðbólga síðustu tólf mánuði hefur ekki mælst hærri síðan í september 2009, tæpu ári eftir Hrun. Þá var verðbólgan 10,8% og stýrivextir 9,5%. Nú er verðbólgan 10,2% en stýrivextir 6,5%.

Þetta, og yfirlýsingar Seðlabankans við síðustu vaxtahækkanir, sýnir að það má ganga út frá því að vextir hækki mikið 22. mars, mögulega upp í 7,5%. Jafnvel meira.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí