Verðbólga í Evrópu lækkar hratt
Flestir bjuggust við lækkun á verðbólgu í Evrópu úr rúmlega 10% í 8,9% – en tölur sem voru birtar í morgun sýna að verðlagið er að lækka hraðar en svo og mælist nú 8,5%. Það sem dregur verðlagið niður er lækkandi orkukostnaður.
Fyrirvari er á þessari mælingu því enn vantar tölur frá Þýskalandi sem er um fjórðungur af vigt í tölunni.
Deilt er um það hvort enn séu forsendur fyrir miklum vaxtahækkunum, en greinendur eru flestir á því að Evrópski seðlabankinn muni efna gefin loforð og halda áfram miklum hækkunum á vaxtarstiginu. Búist er við hálfs prósentu hækkun á næstu dögum. Á sama tíma er reiknað með 25 punkta hækkun Bandaríska seðlabankans.
Ef af þessum hækkunum verður eru grunnvextir komnir í 3,0% í Evrópu og 4,75% í Bandaríkjunum.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward