Verðbólga í Evrópu lækkar hratt

Flestir bjuggust við lækkun á verðbólgu í Evrópu úr rúmlega 10% í 8,9% – en tölur sem voru birtar í morgun sýna að verðlagið er að lækka hraðar en svo og mælist nú 8,5%. Það sem dregur verðlagið niður er lækkandi orkukostnaður.

Fyrirvari er á þessari mælingu því enn vantar tölur frá Þýskalandi sem er um fjórðungur af vigt í tölunni.

Deilt er um það hvort enn séu forsendur fyrir miklum vaxtahækkunum, en greinendur eru flestir á því að Evrópski seðlabankinn muni efna gefin loforð og halda áfram miklum hækkunum á vaxtarstiginu. Búist er við hálfs prósentu hækkun á næstu dögum. Á sama tíma er reiknað með 25 punkta hækkun Bandaríska seðlabankans.

Ef af þessum hækkunum verður eru grunnvextir komnir í 3,0% í Evrópu og 4,75% í Bandaríkjunum.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí