900 milljónir til orkuskipta

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra auglýsir styrki til orkuskipta að upphæð 900 milljónir kr. Fjárhæðin tekin úr fjárveitingum til loftslags- og orkumála í ár.

Styrkirnir eru liður í aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum og orkuskiptum. Áhersla er lögð á vistvæna orkunýtingu, sem og að styðja við orkuskipti í samgöngum um land allt. Guðlaugur segir þjóðina standa frammi fyrir miklum áskorunum til að ná settum markmiðum í loftslagsmálum og að orkuskiptin séu nauðsynlegur þáttur þeirrar vegferðar. “Það þarf að auka enn frekar slagkraft frumkvöðla í þessum málum,“ segir ráðherrann.

Sótt er um styrk í gegnum þjónustugátt Orkustofnunar: gattin.os.is.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí