„Að bjarga mannslífum býr ekki til verðbólgu“

Myndlistamaðurinn Tolli Morthens segir í pistli sem hann birtir á Facebook að það sé grafalvarleg mistök að loka Ylju, neyslurými Rauða krossins. Í frétt RÚV um málið segir Marín Þórsdóttir, deildarstjóri höfuðborgardeildar hjá Rauða krossinum, að hættan á því að fólk taki of stóran skammt hafi aukist um muna eftir að neyslurýminu var lokað.

Hér fyrir neðan má lesa pistil Tolla um málið

Að loka þessu skjóli Ylju fyrir fólk í fíknivanda er dauðans alvara, ekki minna en að taka öryggisbúnað sjómanna úr sambandi og segja að þeir eigi bara að redda sér því að það þurfi að spara.

Eða ættum við að spara með því að taka umferðarljós úr sambandi og hvetja fólk bara til að vera vakandi í umferðinni.

Kanske finnst einhverjum þessi dæmi fáránleg en þegar þetta snýst um mannslíf þá er þetta raunhæft viðmið.

Ef við missum mann fyrir borð á fiskiskipi eða rjúpnaskytta týnist á fjöllum er öllu til kostað til að bjarga viðkomandi, hundruðir manna kallaðir út með tækjum og tólum og enginn spyr um krónur og aura því það er verið að bjarga mannslífum en þegar fólk á alvarlegum stað í sinni fíkn er annarsvegar þá er eins og það séu í gangi önnur gildi önnur viðmið að líf fólks með fíknivanda sé bara ekki þess virði að því sé bjargað að því að við höfum skömm á því.

Í guðana bænum virkjum öll þau úrræði sem við höfum til að bjarga þessu fólki og gerum betur, gefum í , þetta fólk sem við erum að missa er oft korn ungt,það bara hverfur í nafnlausum skugga , er jarðað í hljóði og harmur aðstandenda létvægur fundinn.

Við sem þjóð þurfum að gangast við því að við berum ábyrgð á þessum vanda og hann er vaxandi, eða eru það ekki alvarleg tíðindi þegar maður heyrir frá vígstöðvum fíkninar að nýja tísku efnið í mentó sé orðið oxy og annað álíka stöff sem krakkarnir setja í sig áður en það prófar bjór.

Að bjarga mannslífum býr ekki til verðbólgu.

ást og friður

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí