Ætla að fara með útlendingafrumvarpið fyrir Evrópudómstól

Samtökin Réttur barna á flótta telja að útlendingafrumvarp ríkisstjórnarinnar stangist á bæði við íslensk og evrópsk lög. Samtökin segjast í yfirlýsingu stefna á að láta reyna á þetta fyrir Evrópudómstól. Enn fremur segir í yfirlýsingu að samtökin ætli að bjóða lagabreytingunum birginn og sjá til þess að breytingunum verði snúið við. 

Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsinguna í heild sinni.

Útlendingafrumvarpið var því miður samþykkt og nú er það orðið að lögum. Lögin sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur setur hér á gerir það að verkum að auðveldara er fyrir stjórnvöld að virða réttindi barna á flótta að vettugi. Frumvarpið var ekki einungis ómannúðlegt heldur er innihald þess í miklu ósamræmi við önnur íslensk og evrópsk lög. Við sjáum því ekki annan kost í stöðunni en að fara í mál um leið og nýju lagabreytingarnar verða notaðar til þess að brjóta á rétti barns á flótta. Við munum mótmæla frumvarpinu í gegnum réttarkerfið, þótt það þýði að við þyrftum að fara með það fyrir Evrópudómstól. Þetta verður langt og kostnaðarsamt ferli og baráttan sem við stöndum frammi fyrir verður erfið. En þetta munum við gera. Við munum bjóða lagabreytingunum birginn og sjá til þess að breytingunum verði snúið við. 

Þar sem þetta mun taka tíma munu stjórnvöld geta nýtt sér þau ákvæði frumvarpsins sem brjóta gegn Mannréttindasáttmálanum og Barnasáttmálanum á meðan við vinnum að því að snúa lagabreytingunum við og munu umsækjendur um vernd á Íslandi finna vel fyrir því. Það er því ljóst að hægt verður að brjóta á stórum hópi fólks meðan lögfræðingar okkar vinna sitt starf. 

Hingað til hefur biðlistinn okkar verið langur, allt of langur. Með lagabreytingunum mun hann lengjast enn frekar. Við höfum verulegar áhyggjur af ástandinu.

Okkur vantar styrktaraðila. Ef þú, kæri lesandi, sæir fyrir þér að styrkja okkur um nokkra aura þá þiggjum við það með kærum þökkum!

Hægt er að gerast mánaðarlegur styrktaraðili samtakanna með því að skrá sig hér. Starfsemi samtakanna er öll unnin í sjálfboðastarfi og því fer hver einasta króna sem við söfnum beint til þeirra barna sem við styðjum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí