Bankar falla í verði um allan heim

Hlutabréf í svissneska bankanum Credit Suisse féll í morgun eins og bréf í svo til öllum bönkum veraldar í kjölfar falls á bréfum SVB eða Silicon Valley Bank. SVB hefur sérhæft sig í lánum til tæknifyrirtækja í Silicon Valley. Bankinn reyndi að bæta versnandi stöðu með hlutafjárútboði en uppskar verðfall á hlutabréfum upp á um 66%. Það er merkilegt við lækkun á hlutum í Credit Suisse er að sá banki hefur líka fallið í verði um 2/3, en á lengri tíma, undanfarna tólf mánuði.

Ástæða verðlækkunar nú er að fjárfestar eru að flýja banka um allan heim. Það voru ekki bara bankar í veikri stöðu eins og Credit Suisse sem féllu í verði. UBS, annar svissneskur banki lækkaði um 4,7% í morgun, Deutsche Bank lækkaði um 7,9% og HSBC um 4,5%.

Nærrænir bankar hafa lækkað líka. Swedbank lækkaði um 5,7% í morgun, Danske bank um 3,0%, Jyske bank um 3,7% og Nordea um 4,0%. Við opnun á Íslandi féll Arion um 3,7% og Íslandsbanki um 3,0%.

Ástæða fjárhagsvandræða Silicon Valley Bank var hálfgerð brunaútsala á 3 þúsund milljarða eignum sem skapað höfðu gríðarlegt tap, upp á um 260 milljarða króna. Þetta gat vildi bankinn fylla með nýju hlutafé en við það missti markaðurinn alla trú á bankanum og verðmæti hans féll. Ástæða þess að verð í bönkum um allan heim lækka í kjölfarið er að grunur um að fleiri bankar eigi í sambærilegum vanda, séu með mikið af eignum sem skila lágri ávöxtun á sama tíma og vextir hækka hratt.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí