Blekking að háskólasjúkrahúsið við Hringbraut muni duga

„Það er ljóst að nýja háskólasjúkrahúsið við Hringbraut mun bæta mikið úr (áætluð 243 legurými) en jafn ljóst að það mun hvergi nærri nægja miðað við áætlaða þörf (370 legurými). Það er blekking að taka ákvarðanir út frá því að það muni duga.“

Þetta segir Svanur Sigurbjörnsson lyflæknir í pistli sem birtist í Læknablaðinu. Svanur segir að stjórnmálamenn verði að forgangsraða því sem bætir úr stærstu nauðsyn þjóðarinnar. Líkt og ætlast sé til af læknum að þeir sinni fyrst þeim veikustu, þá eigum við að gera sömu kröfu til stjórnmálafólks. „Fyrst vaskar maður upp og horfir svo á bíómyndina,“ segir Svanur í Læknablaðinu.

Svanur var gestur í Morgunútvarpinu á Rás 1 fyrr í dag og fór þar nánar yfir vandamálið. Hann segir að fjöldi sjúkrarúma á mann sé töluvert minni hér en í nágrannaríkjunum og nýi spítalinn muni ekki bæta mikið úr skák.

„„Það er talið æskilegast að legurými sjúkrahúsa séu að meðaltali fyllt að 80-85% en við erum með 100% nýtingu allan tímann. Svo bara fjöldi rýmanna. Þar stöndum við aftar en nágrannaríkin. Þar skortir um þriðjung rýma. Tölurnar eru 3,94 í Evrópuríkjum en við erum í 2,85 rúm per þúsund manns. Þannig að við stöndum þarna halloka,“ sagði Svanur.

Hér má lesa pistil Svans í Læknablaðinu í heild sinni.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí