„Ekki furða að fólk verði reitt“
Egill Helgason fjölmiðlamaður segir eðlilegt að almenningur verði reiður við að lesa fregnir af ótrúlegu launaskriði forstjóra fyrirtækja á Íslandi. Fyrirtækja sem eru jafnvel í eigu almennings í gegnum lífeyrissjóði.
Egill deilir á Facebook frétt Heimildarinnar um meðallaun forstjóra á Íslandi og skrifar: „Ekki furða að fólk verði reitt, horfandi upp á ofbjóðanlegt launaskrið forstjóranna. Sumir stjórna fyrirtækjum sem eru að miklu leyti í eigu lífeyrissjóða. En stéttavitund forstjóra er mjög næm – þeir sitja í stjórnum þvers og kruss og eru mjög opnir fyrir að hækka hver aðra. Og svo er hætt við að talin verði þörf á að topparnir hjá ríkinu hækki í kjölfarið.“
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward