Egill Helgason fjölmiðlamaður segir eðlilegt að almenningur verði reiður við að lesa fregnir af ótrúlegu launaskriði forstjóra fyrirtækja á Íslandi. Fyrirtækja sem eru jafnvel í eigu almennings í gegnum lífeyrissjóði.
Egill deilir á Facebook frétt Heimildarinnar um meðallaun forstjóra á Íslandi og skrifar: „Ekki furða að fólk verði reitt, horfandi upp á ofbjóðanlegt launaskrið forstjóranna. Sumir stjórna fyrirtækjum sem eru að miklu leyti í eigu lífeyrissjóða. En stéttavitund forstjóra er mjög næm – þeir sitja í stjórnum þvers og kruss og eru mjög opnir fyrir að hækka hver aðra. Og svo er hætt við að talin verði þörf á að topparnir hjá ríkinu hækki í kjölfarið.“