Feminískar fréttir: Eftirlit og avatar, Love Island, hagvöxtur, álit Öfga

Aukið myndavélaeftirlit og „eftirlitskapítalismi“ avatars-æðis

Avataræði rann á marga um og eftir áramótin og í kjölfarið var mikið varað við notkun fyrirtækinu sem skapaði þá með tilliti til svokallaðs „eftirlits-kapítalisma” þar sem notendur samþykkja að nota megi hnit í andlitum þeirra í hvaða tilgangi sem fyrirtækin sjá sér hag í. Þetta var rætt í samhengi samþykktar meirihlutans í Reykjavík um aukið myndavélaeftirlit í borginni en sósíalistar greiddu ein atkvæði á móti tillögunni. Rök meirihlutans voru m.a. þau að hér þyrfti betra eftirlit með hörðum mótmælum.


Eitruð kvenmennska og Love Island

Eitruð kvenmennska og Love Island hefur verið mikið til umræðu innan ýmissa feminískra hópa á FB. Það er vegna nýjustu seríu þessara raunveruleikaþátta þar sem fólk er að para sig saman. Þáttur sem sýndur var nýverið sýndi viðkvæmari hlið karlmannanna sem fram komu og fremur harðbrjósta hlið kvennanna. Ekki eru allir þó á eitt sáttir um hvernig túlka megi eitraða kvenmennsku í þessu samhengi enda sé hún ekki andstæða eitraðrar karlmennsku. Rökin fyrir því séu m.a. þau að afleiðingar staðalímyndanna séu ólíkar. Þannig sé konum t.d. refsað fyrir að vera konur en körlum fyrir að vera ekki nógu mikil karlmenni. Andstæðan við eitraða karlmennsku sé þ.a.l. ekki eitruð kvennmennska, heldur fremur kvenhatur.

Launalaus störf kvenna í þjóðhagsreikningum

Ásgerður Magnúsdóttir, BA í sagnfræði, flutti fyrirlestur í Málstofu í félags- og hagsögu HÍ í vikunni sem hún nefndi „Hvers virði eru húsmæður? Heimilisstörf kvenna og þjóðhagsreikningar“.

Þar fjallaði hún um hvernig ólaunuð heimilisstörf einkenndu líf flestra kvenna á fyrri hluta 20. aldar en með því að sjá um heimili og fjölskyldu höfðu þær jákvæð áhrif á hagkerfið. Þau áhrif hafa þó verið afar vanmetin í gegnum tíðina og ekki reiknuð með þrátt fyrir að stuðla beint að auknum hagvexti.. Það kemur að hluta til vegna þess að þjóðhagsreikningakerfið staðsetur ólaunuð heimilisstörf fyrir utan framleiðslumörkin sem þýðir að vinnuframlag kvenna í bæði nútíma og sögulegu samhengi hefur verið stórlega vantalið. Í málstofunni var stiklað á stóru um tilraunir til að meta virði ólaunaðra heimilisstarfa húsmæðra á Íslandi 1900–1940 og hvernig þjóðhagsreikningakerfið hefur áhrif á viðhorf okkar til þátttöku kvenna í efnahagsstarfseminni fyrr á tíðum. Norðmenn reyndi á síðustu öld að reikna hagvöxt með slíkum tölum í jöfnunni en hættu því þar sem ekki var hægt að notast við beinan samanburð við hin Norðurlöndin.

Öfgar og hækkun kynræðisaldurs

Baráttusamtökin Öfgar hafa skiluðu inn umsögn um frumvarp um hækkun kynferðislegs lágmarksaldurs í vikunni en þar er lagt til að hann hækki úr fimmtán árum í átján ár. Öfgar Segja frumvarpið framfaraskref fyrir réttindi barna og að núgildandi lög stangist á við ýmis önnur lög sem varða kynferðislegar aðstæður svo sem myndatökur og klámfengið efni.

Í umsögninni segir einnig:

„Skýtur það því skökku við að á Íslandi megi fullorðið fólk stunda samræði við 15 ára börn en barnið megi ekki skoða klámblað þar sem slíkt hefur neikvæð áhrif á þeirra velferð.“

Þá segja samtökin breytinguna mikilvæga í ljósi þess að flestir þolendur kynferðisofbeldis sem sæki stuðning til Stígamóta voru undir 18 ára aldri þegar brotin áttu sér stað.

„Við búum við þann nýja raunveruleika að fullorðið fólk með annarlegar kenndir kemst auðveldlega í tæri við börn á samfélagsmiðlum. Hér þarf lagaákvæði til að grípa það sem á ensku er kallað „grooming”. Eftir margar vitundarvakningar samfélagsins treysta fleiri þolendur ,sem urðu fyrir ofbeldi sem börn á netinu, sér til að kæra ofbeldið á fullorðinsárum. Börn hafa ekki alltaf orðaforðann yfir alvarleika málsins eða vita að á þeim hafi verið brotið fyrr en seinna og því þarf að tryggja að mál af þessu tagi fyrnist ekki.“

Þá óska Öfgar eftir útlistun á því hvernig koma eigi í veg fyrir glufur í núgildandi lögum enda eig börn alltaf að njóta vafans.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí