Formaður rasistaflokks á fremsta bekk hjá Jóni Gunnarssyni

Gunnlaugur Ingvarsson, formaður Frelsisflokksins og áður oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavík, var á fremsta bekk þegar Jón Gunnarsson hélt ræðu í Valhöll í gær. Efni ræðunnar var útlendingamál. Jón birtir mynd á Facebook af fundinum sem sjá má hér fyrir ofan.

Jón skrifar: „ Vel sóttur fundur í Valhöll í gær þar sem ég fór yfir stöðuna í útlendingamálum. Ég mun núna á vorþinginu leggja fram frumvarp sem rýmkar dvalar- og atvinnuleyfi fyrir einstaklinga utan EES-svæðisins, með það að markmiði að auka samkeppnishæfni Íslands og laða hingað hæft starfsfólk.“

Á dögunum kom Jón útlendingafrumvarpi sínu í gegnum þingið en allir stjórnarþingmenn, þar með taldir þingmenn VG, kusu með því. Jón virðist vilja ganga enn lengra. Hann heldur áfram í fyrrnefndri færslu og skrifar: 

„Enn er þörf á meiri úrbótum á útlendingalöggjöfinni þegar það kemur að málefnum umsækjenda um alþj. vernd en Ísland tekur hlutfallslega á móti hvað flestum umsóknum í Evrópu. Þar spilar stóran þátt að löggjöf okkar er frábrugðin því sem gengur og gerist í löndunum í kringum okkur.“

Líkt og fyrr segir má sjá Gunnlaug á fremsta bekk að hlusta á Jón í Valhöll. Hann hefur tekið þátt í tveimur stjórnmálahreyfingum sem ekki er hægt að lýsa öðru vísi en sem rasistaflokkum. Helstu, og nánast einu, áherslur beggja flokka snerust um útlendingaandúð. Frelsisflokkurinn vildi banna mosku í Reykjavík en einnig greiða um fyrir einkabílnum. Gunnlaugur starfar sem leigubílsstjóri.

Gunnlaugur var til viðtals á RÚV árið 2018 þegar hann tilkynnti framboð flokksins í borgarstjórnarkosningum. „Við viljum ekki að Reykjavík verði hælisgreni, við viljum byggja upp góða borg og íbúðir fyrir alla. […] Við viljum að íslenskri menningu sé gert hátt undir höfði og við erum stolt af því að vera Íslendingar og viljum vera það  en við höfum ekkert á móti útlendingum, ekkert,“ var haft eftir Gunnlaugi á blaðamannafundi sem flokkurinn hélt fyrir utan Ráðhúsið.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí