Forstjórar hringja inn sósíalískan baráttudag kvenna

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna, 8. mars, hófst á Íslandi með því að forstjórar í nokkrum félögum í kauphöllinni hringdu inn bjöllu, sem boðar opnun fyrir kauphallarviðskipti. Þetta kann mörgum að finnast skrítið, enda liggja rætur þessa baráttudags í sósíalískri verkalýðsbaráttu kvenna. En svo er síðkapítalisminn, merkingar verða marklausar.

Dagsetningin, 8. mars, var valin til að minnast verkfalls fátækra verkakvenna í vefnaðar- og fataverksmiðjum New York-borgar árið 1857. Konurnar vildu sómasamleg laun, skaplegan vinnutíma og mannsæmandi vinnuaðstæður. Snemma á síðustu öld völdu sósíalískar konur þennan dag til að krefjast jafnréttis, réttlætis og jöfnuðar, en ekki síst kosningaréttar. Sósíalistaflokkur Bandaríkjanna stóð fyrir aðgerðum á þessum degi og það sama gerðu sósíalistar í Evrópu.

Þekkt veggspjald frá Þýskalandi 1914 þar sem konur er hvattar til baráttu á 8. mars. Þetta veggspjald var bannað, enda féll það ekki að smekk og hugmyndum valdastéttarinnar.

Eftir byltingu í Rússlandi fengu konur kosningarétt þar í landi og þá var 8. mars gerður að frídegi, baráttudegi kvenna. Og það sama gerðist í örðum löndum þar sem kommúnistar komust til valda. Og allt fram að sjöunda áratugnum voru það fyrst og fremst kommúnistar og sósíalistar héldu þessum baráttudegi á lofti.

Hér heima voru það kommúnískar konur sem fluttu daginn til landsins. Vinstrisinnaðar konur og verkalýðssinnar héldu honum á lofti. Frá sjötta áratugnum stóðu Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna fyrir dagskrá á þessum degi.

Á sjöunda áratugnum varð þessi dagur að almennari baráttudegi kvenna, einkum í Bandaríkjunum. Hann færðist frá vinstri og varð að baráttudegi breiðrar kvennahreyfingar. Sú þróun kom á endanum til Íslands og í dag standa ýmiss félög fyrir dagskrá í tilefni dagsins: Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna, Stígamót, BSRB og fleiri. Og meira að segja kauphöllin.

Þessar konur hringdu inn viðskiptin í kauphöllinni í morgun: Tanya Zharov, aðstoðarforstjóri Alvotech, Ásta Sigríður Fjeldsted, forstjóri Festi, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, og Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova.

Kvennabaráttan hefur því ferðast langt á þessum degi frá því að fátækar verkakonur og síðar sósíalískar notuðu hann til að minna ekki aðeins á jafnrétti á toppnum og meðal valdastéttarinnar heldur um allt samfélagið, á jöfnuð og réttlæti sem forsendu þess að jafnrétti kynjanna gæti dafnað.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí