„Nafn þitt verður um aldur og ævi tengt þessari ákvörðun, sem mun klippa fjörutíu ár af réttindabaráttu almennings,“ lagði sósíalistinn Monique Lubin á vinnumarkaðsráðherrann Olivier Dussopt þegar franska þingið samþykkti að hækka eftirlaunaaldur í landinu úr 62 árum í 64 ár.
Frumvarpið var samþykkt með 201 atkvæðum gegn 115. Franska þingið ef afgerandi til hægri þótt flokkur Emmanuel Macron forseta sé þar ekki með meirihluta. Macron nær svona málum í gegnum þetta þing, máli sem hægrið í Frakklandi hefur barist fyrir áratugum saman. Hægrið var á móti lækkun eftirlaunaaldurs og hefur alla tíð viljað hækka hann aftur.
Mikil mótmæli hafa verið um allt Frakkland í vikunni og verkföll hafa lamað samfélagið. Um 70% Frakka eru á móti þessum breytingum en það kemur ekki í veg fyrir að mikill meirihluti þingsins kýs með breytingunum. Eins og á Íslandi og í mörgum löndum nú til dags ná stjórnvöld með stuðningi atkvæða almennings að þrýsta í gegn breytingum sem eru þvert á vilja mikils meirihluta almennings.
Hingað til hafa frönsk stjórnvöld guggnað í þessu máli frammi fyrir afgerandi viðbrögðum almennings. En nú stóðu þau mótmæli af sér, hafa mögulega lært af íslenskum stjórnvöldum sem hafa einkavætt banka, skilið arðinn af auðlindum almennings eftir í höndum fárra og aflétt sköttum af hinum auðugu þvert á vilja almennings.
Málið er ekki að fullu afgreitt frá þinginu. Svo lögin leyði til lækkunar eftirlaunaaldurs þarf það að afgreiða ýmsa viðauka og hefur til þess tíma til sunnudagskvöld. Það má því reikna með áframhaldandi mótmælum og þrýsting frá almenningi, sem berst í anda þess að stjórnvöld í lýðræðisríkjum eigi að stjórna í takt við vilja lýðsins.