Gary Lineker snýr aftur til BBC

Gary Lineker, fyrrverandi ensk fótboltastjarna og aðal fótboltarýnir breska fjölmiðlarisans BBC, mun snúa aftur í fyrra starf sitt eftir að hafa verið tímabundið settur í bann. Að sögn Sky News, þá mun BBC biðja Lineker afsökunar og  viðurkenna mistök sín. Þetta kemur í kjölfarið á nokkurra daga fjölmiðlasirkus þar sem silkihúfunum í BBC hefur tekist að fá nær alla fóltboltaaðdáendur á móti sér og séð fjöldann allan af fótboltaskýrendum standa að baki Lineker og neyta að vinna fyrir BBC meðan hann væri í banni. 

Gary Lineker er mjög vinsæll persónuleiki með milljónir fylgjenda á Twitter og hefur hann reglulega tíst um félagsleg og stjórnmálaleg málefni. Tístið sem fór í taugarnar á sumu fólki var þetta:

Þetta tíst kemur í kjölfarið á því að ríkisstjórnin í Bretlandi er að keyra í gegn harkaleg lög sem gera í raun alla hælisleitendur í Bretlandi að glæpamönnum komi þeir til landsins á ólöglegan hátt. Orðræðan sem stjórnmálamenn, þ.á.m. innanríkisráðherran Suella Braverman, hafa notað er að tala um „innrás“ flóttamanna og að þeir „flæði yfir landið á óstjórnlegan hátt“. Það er þessi orðræða sem Lineker var að mótmæla og telur hana mynna á orðræðu í Þýskalandi á 4. áratugnum. Hann bendir á þá staðreynd að Bretland tekur á móti færri flóttamönnum en flest Evrópulönd og árásir ríkisstjórnarinnar á fólk í viðkvæmri stöðu sé óásættanlegt.

Deilurnar við BBC snúa að spurningunnu um hvort og hvenær starfsmenn útvarpsstöðvarinnar eigi að gæta hlutleysis. Það er almennt litið svo á að fréttamenn og fréttaskýrendur eigi að gæti hlutleysis innan og utan samtakanna, en hingað til hefur það ekki átt við um aðra þá sem koma að þáttagerð, hvort sem um er að ræða íþróttir eða skemmtiefni. 

Fljótlega eftir að BBC tók ákvörðun um að senda Lineker í frí þá var ljóst að stofnunin hafði gert mikil mistök. Lineker neitaði að gefa eftir og virðist sem BBC hafi nú snúið við blaðinu og beðið fótboltarýninn afsökunar. Enda varð strax ljóst að hann naut mikils stuðnings í samfélaginu. Það var einnig bent á að margir aðrir sem unnið hafa fyrir BBC gátu tjáð sig um málefni dagsins á afskipta, eins og þetta svar við kvörtun hlustanda ber með sér. Í því er bent á að þessi hægrisinnaði fréttaskýrandi sem starfaði fyrir BBC væri ekki fastur starfsmaður (eins og Lineker er reyndar líka) og mætti því tjá sig að vild:

Það er ljóst af þessu máli að BBC hefur gengið fram af almenningi í tilraun sinni að stuða ekki ríkisstjórnina. Þetta kemur í kjölfar hneikslismála tengdum stjórnarformanni samtakanna sem hafði veitt fv. Forsætisráðherra fyrirgreiðslu rétt áður enn sá sami ráðherra skipaði hann í stöðu stjórnarformanns. Allt þetta hefur skaðað ímynd BBC um hlutleysi sem útvarpsstöðinni er mjög umhugað um að vernda.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí