Jón Viðar segir þögn Samfylkingarfólks ærandi: „Þeir eru nú undarlega hljóðlátir“

Gagnrýnandinn geðþekki, Jón Viðar Jónsson, segir það áberandi hvernig enginn af menningarvitum Samfylkingarinnar hafi talað gegn því að leggja niður Borgarskjalasafnið. Jón Viðar tekur undir með Kjartani Magnússyni, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem telur þetta hefndaraðgerð vegna Braggamálsins svokallaða.

Jón Viðar deilir frétt Vísis þar sem Kjartan fullyrðir að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sé að hefna sín á Borgarskjalasafninu. Safnið gerði athugasemdir við gagnavörslu borgarinnar í Braggamálinu.

Jón Viðar skrifar á Facebook: „Mikið rétt, Kjartan, þetta lyktar því miður ekki meir af öðru en hefnigirni. Auk þess að vera dæmi um fádæma heimsku og fullkomið skilningsleysi á því menningarhlutverki sem Reykjavíkurborg hefur gegnt, oft með sóma, á aðra öld. Ég tek raunar eftir því að ýmsir FB-vinir mínir, sem eru annað hvort félagar eða nákomnir Samfylkingunni í anda og ófeilnir við að tjá sig hátt og skýrt hvenær sem „Íhaldið“ á í hlut, að þeir eru nú undarlega hljóðlátir.“

Hann heldur áfram og spyr hvers vegna ekkert heyrist í þeim sem bera íslenska menningu fyrir brjósti. „Ég hef t. d. ekki orðið þess var að Samfylkingarmaðurinn Guðmundur Andri Thorsson sem eins og ég og fleiri bera íslenska menningu fyrir brjósti, hafi tjáð sig um þetta. Ekki heldur Illugi Jökulsson. Hafi þeir gert það án þess að ég hafi orðið var, bið ég þá forláts og þá um leið að sýna mér þær greinar/færslur sem þeir kunna að hafa birt um þetta. Annars væri vitaskuld fróðlegt að heyra hvað þeir og ýmsir aðrir félagar þeirra hafa um þessa ósvinnu að segja.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí