Lífslíkur á Íslandi lækkuðu um tvo mánuði í cóvid

Í grein í tímaritinu Nature kemur fram að lífslíkur í heiminum öllum lækkuðu í cóvid-faraldrinum, en mismikið milli landa. Könnunin nær ekki til ársins í fyrra, þegar mun fleiri létust á Íslandi vegna cóvid en árin á undan og þegar mikið var um umframdauðsföll. Eftir sem sem áður sýnir greinin að lífslíkur skruppu saman á Íslandi, frá 2019 til 2021, um 2,1 mánuð. Þetta er nokkuð meira en á hinum Norðurlöndunum.

Það má sjá hvaða áhrif cóvid hafði á lífslíkur í löndum Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD á þessu grafi sem fylgdi greininni:

Rauðu línurnar sýnaafturför, en þær dökk-gráu framför.

Þarna sést að Norðurlöndin Noregur, Svíþjóð, Finland og Danmörk koma best út. Í þessum löndum drógust lífslíkurnar lítið sem ekkert saman, jukust meira að segja í Noregi.

En Ísland er ekki í þessum hópi, heldur ofar á töflunni með afturför í lífslíkum mitt á milli stórþjóðanna Frakka og Þjóðverja.

Í viðtali við Rauða borðið í síðustu viku benti Haukur Már Haraldsson rithöfundur á áhrif cóvid á lífslíkur í heiminum. Hann vísaði til grafs sem sýnir þessa þróun, en sem ekki var birt í þættinum. En hér er það graf:

Þarna sést að lífslíkur falla úr 72,8 árum 2019 í 71,0 á árinu 2021. Og það má reikna með að lífslíkur hafi fallið enn neðar á árinu 2022. Þarna hverfa tæplega 22 mánuðir. Afturförin er eins og árangurinn frá 2012 hafi verið klipptur burt.

Þar sem mannkynið er um 8 milljarðar þá er þetta bakslag gríðarstórt í lífi talið. 8 milljarðar sinnum 22 mánuðir er líf upp á 144 milljón aldir.

Ef við skoðum áhrifin eftir efnahag ríkjanna þá lítur grafið svona út:

Þarna sést að cóvid lækkaði lífslíkur alls staðar, eilítið mismikið en þó furðu jafnt.

Það er ekkert í nýliðinni sögu sem er líkt og cóvid að þessu leyti. Hungursneyðin í Kína eftir hið mislukkaða stóra stökk Maós náðu að keyra niður lífslíkur mannkyns en það eru í raun engir aðrir viðburðir sem komast nærri cóvid að þessu leyti. Cóvid er risastór heilsuógn, sem segja má að við tölum um að furðulegri léttúð.

Þetta var inntakið í samtalinu við Hauk Má Helgason, sem sjá má og heyra í spilarnum hér að neðan. Hann kallaði eftir aðgerðum líkum þeim sem gripið var til þegar í ljós kom að orsök kóleru var mengað drykkjarvatn og vatnsveitur borga og landa voru endurbyggðar og gripið til annarra aðgerða. Kannski er kominn tími á átak í loftgæðum, eins og þá var gert í vatnsgæðum.

Þórólfur Guðnason smiðsjúkdómalæknir kemur að Rauða borðinu í kvöld og ræðir um cóvid, umframdauðsföll og áhrif faraldursins á lífslíkur okkar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí