Mótmælendum virðist vera að takast að brjóta upp samstöðu ríkisstjórnarinnar í Ísrael. Eftir að Benjamin Netanyahu forsætisráðherra rak Yoav Gallant varnarmálaráðherra fyrir að hvetja til þess að gildistöku laga sem draga úr valdi saksóknara yrði frestað, hafa mótmælin magnast. Verkföll eru að breiðast úr til hafna og flugvalla og merkja má að stuðningsfólk Netanyahu sé að gefa eftir.
Isaac Herzog forseti Ísrael hvatti til að lausn yrði fundin. Lögin og andstaðan við þau væru að rífa landið í sundur og veikja það. Hann hvatti Netanyahu til að draga lögin til baka.
Bandaríkjastjórn, sem er hernaðarlegur bakhjarl Ísrael, hafa hvatt ríkisstjórnina til að lægja öldur.
Mótmælin magnast. Í gær flykktust hundruð þúsunda út á götur. Mótmæli voru á yfir 150 stöðum, í bæjum, borgum og hverfum. Búist er við enn frekari mótmælum í kvöld. Verkafólk hefur víða lagt niður vinnu. Háskólakennarar hafa ekki mætt til vinnu og starfsfólk sendiráða Ísrael víða um heim einnig. Verkfall heilbrigðisstarfsfólks hefur verið boðað, hafnarverkamenn hafa lagt niður vinnu og í morgun starfsfólk á flugvellinum í Tel Aviv.
Magnús Bernharðsson sérfræðingur í Mið-Austurlöndum kemur að Rauða borðinu og ræðir ástandið í Ísrael, auk nágrannalanda.