Píratar misskildu myndavélamálið og bakka

Borgarráð, utan Sósíalista, samþykkti uppfærslu á öryggismyndavélakerfi í miðbæ Reykjavíkur. Samkvæmt heimildum var samþykki Pírata veitt vegna misskilnings sem fulltrúar flokksins hyggjast leiðrétta á fundi borgarstjórnar næstkomandi þriðjudag.

Píratar í borgarráði töldu að um uppfærslu eldra samkomulags frá 2017 væri að ræða, meðal annars vegna fjölda nýbygginga í miðbænum. Líkt og kom fram í rökstuðningi Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, aðstoðarlögreglustjóra gerir lögregla þó ráð fyrir að ganga töluvert lengra en eldra samkomulag gerir ráð fyrir. Ásgeir segir þar nauðsynlegt sé að bæta við sérstökum myndavélum sem lesa bílnúmer og einnig þeim sem vakta sérstaklega mótmælendur á Austurvelli.

Sósíalistar lögðust gegn samkomulaginu en Trausti Breiðfjörð Magnússon, fulltrúi Sósíalistaflokksins lét að því tilefni fylgja eftirfarandi bókun: „Sósíalistar geta ekki samþykkt vöktun á almenningi sem nýtir stjórnarskrárvarinn rétt sinn til mótmæla. Það er óhugsandi að samþykkja aukið myndavélaeftirlit í þessum tilgangi.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí